Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sitt annað lag undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. „Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023 Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
„Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira