Enski boltinn

Dele Alli fær mikinn stuðning alls staðar að

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dele Alli hefur átt erfitt en finnur vonandi leiðina upp á við.
Dele Alli hefur átt erfitt en finnur vonandi leiðina upp á við. Getty/BSR Agency

Dele Alli hefur átt erfitt undanfarin ár og það hefur án nokkurs vafa kristallast í frammistöðu hans inn á vellinum. Ferill hans hefur verið á hraðri niðurleið og nú síðast hrökklaðist hann frá Tyrklandi.

Í dag opnaði Alli sig um erfiða æsku og fíkn sem hefur sett mikinn svip á hans líf.

Á endanum leitaði hann sér aðstoðar á meðferðarstofnun en Alli var orðinn háður svefntöflum undir það síðasta.

Eftir sex vikna meðferð í Bandaríkjunum þá segir Alli að honum líður miklu betur. Hann náði að yfirvinna fíknina og vinna úr sínum áföllum.

Hann kom í viðtal hjá Gary Neville og sagði frá lífi sínu og öllum erfiðleikunum. Hann var misnotaður sem ungur drengur og móðir hans var áfengissjúklingur.

Hann var á endanum ættleiddur tólf ára gamall og blómstraði síðan í fótboltanum.

Alli náði hins vegar aldrei að vinna sig út úr áföllum æskunnar þar sem hann var meðal annars farinn að selja eiturlyf átta ára gamall. Meiðsli og mótlæti á fótboltaferlinum urðu honum erfið að yfirstíga og ferillinn hrundi á stuttum tíma.

Knattspyrnuheimurinn hefur brugðist við viðtali Alli á mjög jákvæðan hátt, hann fer stuðning og hrós alls staðar að eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×