Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2023 10:12 Arnar segir Sjálfstæðisflokkinn fljóta sofandi að feigðarósi. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. Þetta segir Arnar í færslu á bloggsíðu sinni, undir fyrirsögninni „Sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins?“ Málið sem Arnar vísar í er frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem leitast á við að tryggja fullnægjandi innleiðingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í íslenskan rétt. Eftir breytinguna mun 4. grein fyrrnefndra laga hljóða svo: „Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“ Þessu hefur hópur Sjálfstæðismanna mótmælt harðlega og segja það stríða gegn því grundvallaratriði að, eins og Arnar kemst að orði, „hér búi frjáls þjóð í frjálsu landi“. Arnar segir að með því að taka upp stefnumál Samfylkingarinnar, Viðreisnar og/eða „annarra vinstri flokka“ um „ólýðræðislega lagasetningu, miðstýrt og fjarlægt vald, aukin áhrif erlendra eftirlitsstofnana, vald án ábyrgðar o.s.frv.“ muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki auka fylgi sitt heldur minnka það, sama hversu „woke“ þingflokkur hans þykist vera. Þingmenn flokksins þurfi aðstoð við að rata aftur heim. „Á fjölmennum fundi Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál í gær var einhugur um það að forða verði Sjálfstæðisflokknum frá skipbroti. Fundarmenn voru sammála um að koma verði flokknum út úr þeirri hafvillu sem hann hefur ratað í og afstýra því að hann verði í stöðugri tilvistarkreppu og þreytandi eftirsókn eftir stundarvinsældum,“ segir Arnar. Hann segir að flokkurinn þurfi að standa undir kröfum; auka aðhald í ríkisfjármálum, koma stjórn á innflytjendamálin, standa vörð um „okkar kristna menningararf og íslenska tungu“ og „efla trú þjóðarinnar á getu okkar til að stjórna okkur sjálf og taka ábyrgð á eigin framtíð“. „Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna aukið mótvægi við vinstri stefnuna sem verið hefur hér allsráðandi síðustu ár og sýna þar með að flokkurinn þjóni kjósendum sínum og hafi tilgang, annan en að skaffa þingmönnum vinnu og reka flokksskrifstofu. Flokkurinn þarf að hætta að sýna hér þjónkun við háværan minnihluta og standa vörð um sína góðu grunnstefnu. Hinn þögli meirihluti þarf að finna kjark til að tjá sig,“ segir Arnar. Þá segir hann að ef Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki undir þessu sé óhjákvæmilegt að stofna nýjan flokk hægra megin við miðju, sem muni taka upp „kyndil klassísks frjálslyndis og hófstillts íhalds“. „Hefur Sjálfstæðisflokkurinn efni á að slíkur klofningur verði?“ spyr Arnar að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta segir Arnar í færslu á bloggsíðu sinni, undir fyrirsögninni „Sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins?“ Málið sem Arnar vísar í er frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem leitast á við að tryggja fullnægjandi innleiðingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í íslenskan rétt. Eftir breytinguna mun 4. grein fyrrnefndra laga hljóða svo: „Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“ Þessu hefur hópur Sjálfstæðismanna mótmælt harðlega og segja það stríða gegn því grundvallaratriði að, eins og Arnar kemst að orði, „hér búi frjáls þjóð í frjálsu landi“. Arnar segir að með því að taka upp stefnumál Samfylkingarinnar, Viðreisnar og/eða „annarra vinstri flokka“ um „ólýðræðislega lagasetningu, miðstýrt og fjarlægt vald, aukin áhrif erlendra eftirlitsstofnana, vald án ábyrgðar o.s.frv.“ muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki auka fylgi sitt heldur minnka það, sama hversu „woke“ þingflokkur hans þykist vera. Þingmenn flokksins þurfi aðstoð við að rata aftur heim. „Á fjölmennum fundi Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál í gær var einhugur um það að forða verði Sjálfstæðisflokknum frá skipbroti. Fundarmenn voru sammála um að koma verði flokknum út úr þeirri hafvillu sem hann hefur ratað í og afstýra því að hann verði í stöðugri tilvistarkreppu og þreytandi eftirsókn eftir stundarvinsældum,“ segir Arnar. Hann segir að flokkurinn þurfi að standa undir kröfum; auka aðhald í ríkisfjármálum, koma stjórn á innflytjendamálin, standa vörð um „okkar kristna menningararf og íslenska tungu“ og „efla trú þjóðarinnar á getu okkar til að stjórna okkur sjálf og taka ábyrgð á eigin framtíð“. „Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna aukið mótvægi við vinstri stefnuna sem verið hefur hér allsráðandi síðustu ár og sýna þar með að flokkurinn þjóni kjósendum sínum og hafi tilgang, annan en að skaffa þingmönnum vinnu og reka flokksskrifstofu. Flokkurinn þarf að hætta að sýna hér þjónkun við háværan minnihluta og standa vörð um sína góðu grunnstefnu. Hinn þögli meirihluti þarf að finna kjark til að tjá sig,“ segir Arnar. Þá segir hann að ef Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki undir þessu sé óhjákvæmilegt að stofna nýjan flokk hægra megin við miðju, sem muni taka upp „kyndil klassísks frjálslyndis og hófstillts íhalds“. „Hefur Sjálfstæðisflokkurinn efni á að slíkur klofningur verði?“ spyr Arnar að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira