Krónan styrkist samhliða því að hægt hefur á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða
Heldur hefur hægt á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða á fyrstu mánuðum ársins eftir verulegt umfang þeirra á seinni árshelmingi 2022. Miklar verðhækkanir á erlendum eignamörkuðum hefur vegið á móti gengisstyrkingu krónunnar og því hefur hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna aukist nokkuð frá áramótum.
Tengdar fréttir
Seðlabankastjóri segir þörf á betri upplýsingum um gjaldeyrismarkaðinn
Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið.
Seðlabankastjóri: Verðbólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir
Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa.
Fjárfestar auka stöðutöku sína með krónunni um tugi milljarða
Eftir að gengi krónunnar hafði veikst stöðugt á seinni árshelmingi 2022 eru merki um að væntingar fyrirtækja og fjárfesta hafi breyst að nýju sem endurspeglast í aukinni framvirkri gjaldeyrisstöðu viðskiptabankanna með krónunni í byrjun þessa árs. Það kann að hafa átt sinn þátt í því krónan hefur rétt úr kútnum að undanförnu og þá voru gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í liðnum mánuði með minnsta móti um langt skeið.