Enski boltinn

Fannst erfitt þegar Guardiola sagði hann of feitan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola gagnrýndi líkamlegt ástand Kalvins Phillips eftir HM í Katar.
Pep Guardiola gagnrýndi líkamlegt ástand Kalvins Phillips eftir HM í Katar. getty/Robbie Jay Barratt

Kalvin Phillips, leikmanni Manchester City, fannst erfitt að kyngja því þegar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, sagði að hann væri of þungur.

Guardiola valdi Phillips ekki í leikmannahóp City fyrir leik gegn Liverpool í deildabikarnum í desember. Spánverjinn sagði að Phillips væri ekki í neinu ástandi til að spila eftir HM í Katar.

„Að mínu mati var ég ekki of þungur en stjórinn sá hlutina augljóslega öðruvísi. Ég tók þetta bara á kassann og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að komast í eins gott form og mögulegt var,“ sagði Phillips.

„Það var erfitt að kyngja þessu vegna þess hversu mikið þetta var blásið upp og hversu margir byrjuðu að tala um þetta. Ég var á bekknum í leiknum gegn Leeds strax eftir þetta og var klár í hvern einasta leik eftir þetta.“

City keypti Phillips frá Leeds United fyrir 45 milljónir punda í fyrra. Hann spilaði aðeins 21 leik fyrir City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Liðið vann þrennuna svokölluðu; ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×