Framsókn og Samfylking tapa fluginu Matthías Arngrímsson skrifar 11. júlí 2023 07:31 Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. En sú von brást með samstarfi við helsta óvin vallarins og það hefur skilað vellinum í enn verri stöðu en áður, enda er Dagur yfirlýstur andstæðingur hans og hefur misst alla virðingu í málinu. Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar skerðir nýtingu vallarins, flugrekstraröryggi og flugöryggi og brýtur mögulega í bága við lög. Það er mjög líklegt að ef Innviðaráðherra gerir ekkert í málinu muni Framsóknarflokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, enda var þessi borgarstjórnarmeirihluti ekki það sem fylgismenn flokksins voru að kjósa. Hún er ekki vænleg til vinnings, sú framtíð sem blasir við landsmönnum þegar þeir þurfa að komast til höfuðborgarsvæðisins hratt og örugglega. Það er verið að vinna að því að hindra sjúkraflug og koma í veg fyrir að landsmenn komist með góðu móti til höfuðborgarsvæðisins. Skútað upp á bak í samgöngumálum. Sjúkraflugið er okkar allra Enn og aftur er rétt að leiðrétta þann misskilning að þyrlur sinni öllu sjúkraflugi. Það er ekki þannig og þess vegna þurfum við óheftan og öruggan aðgang að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar allt árið um kring. Í fyrra flugu sjúkraflugvélar 888 sjúkraflug innanlands og 145 flug til útlanda. Í sjúkraflugum milli landa er oft um lífsnauðsynlega líffæraflutninga að ræða. Af þessum flugum voru 426 skilgreind sem neyðarflug (F1/F2) þar sem mínútur skiptu máli eða 48% tilfella. Þyrlur flugu 103 sjúkraflug en reyndar vantar þar betri greiningu á hvað telst sjúkraflug með sjúkling annars vegar, og svo hins vegar björgunarflug af fjöllum eða sjó t.d. sem enda á sjúkrahúsi með slasaða. Önnur skaðleg áhrif Einnig kemur þetta deiliskipulag í veg fyrir að flugvélar í millilandaflugi geti lent í Reykjavík ef aðrir flugvellir lokast. Það mun kosta stóraukinn útblástur vegna meiri eldsneytisburðar og fargjaldahækkanir verða óumflýjanlegar. Svo má ekki gleyma að innanlandsflugið mun eiga erfiðara um vik og fleiri flug verða felld niður, eða áfangastöðum fækkað, svo skaðleg áhrif á tryggar almenningssamgöngur verða varanlegar. Þegar orkuskiptin eru handan við hornið má reikna með að ódýrara verði að fljúga til fleiri staða en nú er gert og það má ekki heldur skaða þá byltingu í samgöngum þjóðarinnar ef völlurinn fær að starfa óáreittur. Ábyrgðin liggur hjá Framsókn og Samfylkingu Það verður að bregðast hratt og örugglega við og nauðsynlegt að stöðva þennan borgarstjórnarmeirihluta í skemmdarverkum sínum á samgönguinnviðum þjóðarinnar allrar. Samfylkingin er löngu orðin getulaus í málinu svo það þýðir ekki að ræða við þau, enda meðvirknin með borgarstjóra löngu farin út fyrir öll velsæmismörk. Framsóknarmenn á landsvísu og aðrir verða að láta í sér heyra og þrýsta á að Innviðaráðherra og formaður borgarráðs sjái að sér og leiðrétti sín mistök. Þannig verða þeir menn að meiri og Framsókn heldur þá mögulega sínum sætum í borgarstjórn í næstu kosningum. Ég skora á sveitastjórnir á Íslandi að mótmæla harðlega fyrirsjáanlegri skerðingu á samgöngum við höfuðborgarsvæðið. Innviðaráðherra hefur ýmsar lagalegar leiðir til að hindra þetta skaðlega deiliskipulag og ætti að nýta sér þær til að stöðva það Dagsverk, áður en þjóðarflugvöllurinn verður rústir Einars. Það yrði ömurleg arfleifð Framsóknar og Samfylkingar. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Matthías Arngrímsson Fréttir af flugi Borgarstjórn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. En sú von brást með samstarfi við helsta óvin vallarins og það hefur skilað vellinum í enn verri stöðu en áður, enda er Dagur yfirlýstur andstæðingur hans og hefur misst alla virðingu í málinu. Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar skerðir nýtingu vallarins, flugrekstraröryggi og flugöryggi og brýtur mögulega í bága við lög. Það er mjög líklegt að ef Innviðaráðherra gerir ekkert í málinu muni Framsóknarflokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, enda var þessi borgarstjórnarmeirihluti ekki það sem fylgismenn flokksins voru að kjósa. Hún er ekki vænleg til vinnings, sú framtíð sem blasir við landsmönnum þegar þeir þurfa að komast til höfuðborgarsvæðisins hratt og örugglega. Það er verið að vinna að því að hindra sjúkraflug og koma í veg fyrir að landsmenn komist með góðu móti til höfuðborgarsvæðisins. Skútað upp á bak í samgöngumálum. Sjúkraflugið er okkar allra Enn og aftur er rétt að leiðrétta þann misskilning að þyrlur sinni öllu sjúkraflugi. Það er ekki þannig og þess vegna þurfum við óheftan og öruggan aðgang að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar allt árið um kring. Í fyrra flugu sjúkraflugvélar 888 sjúkraflug innanlands og 145 flug til útlanda. Í sjúkraflugum milli landa er oft um lífsnauðsynlega líffæraflutninga að ræða. Af þessum flugum voru 426 skilgreind sem neyðarflug (F1/F2) þar sem mínútur skiptu máli eða 48% tilfella. Þyrlur flugu 103 sjúkraflug en reyndar vantar þar betri greiningu á hvað telst sjúkraflug með sjúkling annars vegar, og svo hins vegar björgunarflug af fjöllum eða sjó t.d. sem enda á sjúkrahúsi með slasaða. Önnur skaðleg áhrif Einnig kemur þetta deiliskipulag í veg fyrir að flugvélar í millilandaflugi geti lent í Reykjavík ef aðrir flugvellir lokast. Það mun kosta stóraukinn útblástur vegna meiri eldsneytisburðar og fargjaldahækkanir verða óumflýjanlegar. Svo má ekki gleyma að innanlandsflugið mun eiga erfiðara um vik og fleiri flug verða felld niður, eða áfangastöðum fækkað, svo skaðleg áhrif á tryggar almenningssamgöngur verða varanlegar. Þegar orkuskiptin eru handan við hornið má reikna með að ódýrara verði að fljúga til fleiri staða en nú er gert og það má ekki heldur skaða þá byltingu í samgöngum þjóðarinnar ef völlurinn fær að starfa óáreittur. Ábyrgðin liggur hjá Framsókn og Samfylkingu Það verður að bregðast hratt og örugglega við og nauðsynlegt að stöðva þennan borgarstjórnarmeirihluta í skemmdarverkum sínum á samgönguinnviðum þjóðarinnar allrar. Samfylkingin er löngu orðin getulaus í málinu svo það þýðir ekki að ræða við þau, enda meðvirknin með borgarstjóra löngu farin út fyrir öll velsæmismörk. Framsóknarmenn á landsvísu og aðrir verða að láta í sér heyra og þrýsta á að Innviðaráðherra og formaður borgarráðs sjái að sér og leiðrétti sín mistök. Þannig verða þeir menn að meiri og Framsókn heldur þá mögulega sínum sætum í borgarstjórn í næstu kosningum. Ég skora á sveitastjórnir á Íslandi að mótmæla harðlega fyrirsjáanlegri skerðingu á samgöngum við höfuðborgarsvæðið. Innviðaráðherra hefur ýmsar lagalegar leiðir til að hindra þetta skaðlega deiliskipulag og ætti að nýta sér þær til að stöðva það Dagsverk, áður en þjóðarflugvöllurinn verður rústir Einars. Það yrði ömurleg arfleifð Framsóknar og Samfylkingar. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun