Innlent

Löng leið að gosinu sem leynir á sér

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.
Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Ívar

Bæjar­stjóri Grinda­víkur segist feginn yfir fregnum af nýju gosi. Það hafi komið upp á góðum stað með til­liti til inn­viða. Hann varar al­menning við því að fara á staðinn, um sé að ræða langa leið sem leyni á sér.

„Menn eru bara yfir­vegaðir og ró­legir hérna. Búnir að skipta verkum. Lög­reglan komin af stað og björgunar­sveitir líka. Þetta gengur bara eins og í sögu,“ segir Fannar Jónas­son, bæjar­stjóri Grinda­víkur, sem staddur er í hús­næði Þor­bjarnar björgunar­sveitar.

„Gosið kemur upp á góðum stað, þannig að það er ekki nein hætta á ferðum nema fólk fari sér að voða og fari ó­gæti­lega. Þetta er hættu­legt svæði, sprungan er 200 metrar og svo er gas­myndun þarna líka.“

Al­manna­varnir hafa þegar lýst yfir hættu­stigi vegna gossins. Unnið er að vega­lokunum að svæðinu. Fannar segir mikla slysa­hættu geta verið til staðar í grennd við gos.

„Þetta er mjög löng leið sem leynir á sér, mjög margir kíló­metrar fram og til baka. Al­manna­varnir beina því til fólks að fara ekki á staðinn. Við sjáum til hvernig þetta þróast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×