Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:33 Jarðeðlisfræðingar bíða enn eftir að kvikan brjóti sér leið í gegnum efsta lag jarðskorpunnar. Vísir/RAX Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesi en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58
Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14