Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-0 Fram | Alex Freyr tryggði ÍBV dýrmætan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2023 18:00 Alex Freyr Hilmarsson [til hægri] tryggði sigur Eyjamanna. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann Fram 1-0 í 14. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira