James heiðraður í Eyjum: „Svo bara verður gaman eftir leikinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2023 13:09 Hermann Hreiðarsson hlakkar til að heiðra fyrrum félagann David James. Vísir/Samsett David James verður heiðraður í kringum leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Goslokahátíð stendur yfir í Eyjum og verður mikið um dýrðir. „Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum. Besta deild karla ÍBV Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira