Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. júlí 2023 20:00 Julian Sands tók afar vel í það þegar Erlingur bað hann um að vera hluti af hryllingsmyndinni The Piper. Erlingur Thoroddsen Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. „Hann var búinn að vera að leika í rúm fjörutíu ár og ég hafði verið aðdáandi hans síðan ég var krakki og sagði honum fyrst þegar við hittumst að Arachnophobia væri ein af mínum allra uppáhalds myndum,“ segir Erlingur í samtali við Vísi. Í þeirri mynd lék Sands á móti stórstjörnum líkt og Jeff Daniels og John Goodman í hryllingsmynd um smábæ sem verður undirlagður af kóngulóm. Sands sá eini sem kom til greina „Þegar mér datt í hug að heyra í honum og fá hann til þess að leika í The Piper þá var ég eiginlega alveg viss um að hann myndi segja nei. En ég vildi taka sjénsinn ef það skyldi nú vera að hann myndi hafa áhuga á að hitta mig og jafnvel lesa handritið og það gekk eftir.“ The Piper fjallar um tónskáld sem tekur að sér að ljúka við að semja sinfoníu læriföður síns sem er allur. Hún kemst fljótt að því að eitthvað dularfullt er á seyði þegar hún grípur í tónverk læriföðursins sem magnar upp ófyrirséða illsku. Myndin hefur enn ekki fengið útgáfudag. Julian Sands í hlutverki sínu í The Piper ásamt Charlotte Hope.Erlingur Thoroddsen Julian Sands fer með hlutverk hljómsveitarstjórans í myndinni og Erlingur segir hann hafa verið fullkomin í það hlutverk. Sands á enda að baki langan feril þegar kemur að hryllingsmyndum og hefur leikið í mörgum af uppáhalds myndum Erlings. „Mig vantaði mann sem var með þetta, hvernig lýsir maður því, þessa listrænu ástríðu og passar því í þennan heim en er á sama tíma með þennan ákveðna ofsa en gat á sama tíma verið illur og gat farið með þetta alla leið. Julian Sands var fullkominn í þetta.“ Elskaði söguna Leikarinn hafi átt ótrúlega auðvelt með að setja sig í hlutverk sitt. Erlingur segir samstarfið hafa gengið vonum framar og þeir hafi fljótt tengst miklum vináttuböndum. „Hann er sjálfur hryllingsmyndaaðdándi og kunni ótrúlega mikið að meta söguna sem við segjum í myndinni. Samstarfið hefði því ekki getað gengið betur. Hann var svona mesti reynsluboltinn á sviðinu og elstur þannig að hann setti tóninn á settinu og við öll höfðum ótrúlega gaman af því að vinna með honum og spjalla við hann.“ Myndin var tekin upp í Búlgaríu og segir Erlingur alla hafa notið þess að vinna með Julian. Erlingur Thoroddsen Fjallgöngur hans ástríða Leikarinn hafi verið örlátur á tíma sinn, jarðbundinn og manneskjulegur. Hann og Erlingur héldu sambandi að tökum loknum sem fóru fram í Búlgaríu og segir Erlingur fréttir af því þegar leikarinn týndist eftir að hafa gengið á Mount Baldy fjallið í Kaliforníu í janúar eðli málsins samkvæmt hafa verið mikið áfall. Mildi sé að lík hans hafi fundist svo fjölskylda og vinir geti syrgt hann. „Það er ótrúlega sorglegt að þetta hafi endað svona,Fjallgöngur voru hans mesta ástríða á eftir leiklistinni og hann var mikill fjallgöngumaður. Hann hafði oft gengið þarna í Kaliforníu og það fyrsta sem hann gerði þegar við mættum til Búlgaríu við tökur á sínum tíma var einmitt að ganga upp á topp á fjallinu sem var fyrir ofan stúdíóið. Þetta var hans ástríða.“ Alveg að klára Kulda Erlingur segir ekki alveg víst hvenær The Piper muni koma út en önnur mynd hans, Kuldi, sem byggð er á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, kemur út í september næstkomandi. Erlingur var staddur í Belgíu að leggja lokahönd á myndina í eftirvinnslu þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta hefur verið ótrúlega taugatrekkjandi vika og síðasta verkefnið er alltaf það sem tekur lengstan tíma. Ég er auðvitað bara fyrst og fremst spenntur yfir því að fá að frumsýna Kulda,“ segir Erlingur en sex ár eru frá því að síðasta bók eftir Yrsu var kvikmynduð þegar Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar kom út. Erlingur viðurkennir að því fylgi ákveðin pressa að fylgja eftir bók Yrsu. „Hún er auðvitað glæpasagnadrottning Íslands og maður vill gera hennar efni góð skil og vill ekki að aðdáendur hennar verði sviknir. Ég held að miðað við viðtökur þeirra sem hafa séð myndina að þá þurfi ég ekki að hafa miklar áhyggjur,“ segir Erlingur hlæjandi. „Vonandi verð ég eins áhyggjulaus eftir mánuð. Ég er að minnsta kosti mjög stoltur af því sem við höfum gert saman og hlakka til þess þegar fleiri fá að sjá myndina.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Hann var búinn að vera að leika í rúm fjörutíu ár og ég hafði verið aðdáandi hans síðan ég var krakki og sagði honum fyrst þegar við hittumst að Arachnophobia væri ein af mínum allra uppáhalds myndum,“ segir Erlingur í samtali við Vísi. Í þeirri mynd lék Sands á móti stórstjörnum líkt og Jeff Daniels og John Goodman í hryllingsmynd um smábæ sem verður undirlagður af kóngulóm. Sands sá eini sem kom til greina „Þegar mér datt í hug að heyra í honum og fá hann til þess að leika í The Piper þá var ég eiginlega alveg viss um að hann myndi segja nei. En ég vildi taka sjénsinn ef það skyldi nú vera að hann myndi hafa áhuga á að hitta mig og jafnvel lesa handritið og það gekk eftir.“ The Piper fjallar um tónskáld sem tekur að sér að ljúka við að semja sinfoníu læriföður síns sem er allur. Hún kemst fljótt að því að eitthvað dularfullt er á seyði þegar hún grípur í tónverk læriföðursins sem magnar upp ófyrirséða illsku. Myndin hefur enn ekki fengið útgáfudag. Julian Sands í hlutverki sínu í The Piper ásamt Charlotte Hope.Erlingur Thoroddsen Julian Sands fer með hlutverk hljómsveitarstjórans í myndinni og Erlingur segir hann hafa verið fullkomin í það hlutverk. Sands á enda að baki langan feril þegar kemur að hryllingsmyndum og hefur leikið í mörgum af uppáhalds myndum Erlings. „Mig vantaði mann sem var með þetta, hvernig lýsir maður því, þessa listrænu ástríðu og passar því í þennan heim en er á sama tíma með þennan ákveðna ofsa en gat á sama tíma verið illur og gat farið með þetta alla leið. Julian Sands var fullkominn í þetta.“ Elskaði söguna Leikarinn hafi átt ótrúlega auðvelt með að setja sig í hlutverk sitt. Erlingur segir samstarfið hafa gengið vonum framar og þeir hafi fljótt tengst miklum vináttuböndum. „Hann er sjálfur hryllingsmyndaaðdándi og kunni ótrúlega mikið að meta söguna sem við segjum í myndinni. Samstarfið hefði því ekki getað gengið betur. Hann var svona mesti reynsluboltinn á sviðinu og elstur þannig að hann setti tóninn á settinu og við öll höfðum ótrúlega gaman af því að vinna með honum og spjalla við hann.“ Myndin var tekin upp í Búlgaríu og segir Erlingur alla hafa notið þess að vinna með Julian. Erlingur Thoroddsen Fjallgöngur hans ástríða Leikarinn hafi verið örlátur á tíma sinn, jarðbundinn og manneskjulegur. Hann og Erlingur héldu sambandi að tökum loknum sem fóru fram í Búlgaríu og segir Erlingur fréttir af því þegar leikarinn týndist eftir að hafa gengið á Mount Baldy fjallið í Kaliforníu í janúar eðli málsins samkvæmt hafa verið mikið áfall. Mildi sé að lík hans hafi fundist svo fjölskylda og vinir geti syrgt hann. „Það er ótrúlega sorglegt að þetta hafi endað svona,Fjallgöngur voru hans mesta ástríða á eftir leiklistinni og hann var mikill fjallgöngumaður. Hann hafði oft gengið þarna í Kaliforníu og það fyrsta sem hann gerði þegar við mættum til Búlgaríu við tökur á sínum tíma var einmitt að ganga upp á topp á fjallinu sem var fyrir ofan stúdíóið. Þetta var hans ástríða.“ Alveg að klára Kulda Erlingur segir ekki alveg víst hvenær The Piper muni koma út en önnur mynd hans, Kuldi, sem byggð er á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, kemur út í september næstkomandi. Erlingur var staddur í Belgíu að leggja lokahönd á myndina í eftirvinnslu þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta hefur verið ótrúlega taugatrekkjandi vika og síðasta verkefnið er alltaf það sem tekur lengstan tíma. Ég er auðvitað bara fyrst og fremst spenntur yfir því að fá að frumsýna Kulda,“ segir Erlingur en sex ár eru frá því að síðasta bók eftir Yrsu var kvikmynduð þegar Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar kom út. Erlingur viðurkennir að því fylgi ákveðin pressa að fylgja eftir bók Yrsu. „Hún er auðvitað glæpasagnadrottning Íslands og maður vill gera hennar efni góð skil og vill ekki að aðdáendur hennar verði sviknir. Ég held að miðað við viðtökur þeirra sem hafa séð myndina að þá þurfi ég ekki að hafa miklar áhyggjur,“ segir Erlingur hlæjandi. „Vonandi verð ég eins áhyggjulaus eftir mánuð. Ég er að minnsta kosti mjög stoltur af því sem við höfum gert saman og hlakka til þess þegar fleiri fá að sjá myndina.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira