Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 0-2 | Óvæntur sigur Eyjakvenna Árni Gísli Magnússon skrifar 9. júlí 2023 15:55 Haley Marie Thomas er fyrirliði ÍBV. ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í Bestu deild kvenna fyrr í dag. Lyftu Eyjakonur sér upp úr fallsæti með sigrinum. Olga Sevcova og Holly Taylor Oneill skoruðu mörk ÍBV í síðari hálfleik og þar við sat. Leikurinn var fimm mínútna gamall þega fyrsta færið leit dagsins ljós. Viktorija Zaicikova fékk þá boltann við vítaeig gestanna eftir mistök í vörn þeirra en skotið var ekki nógu hnitmiðað og boltinn yfir markið. Andartaki síðar fékk átti Ísfold Marý skot fyrir Þór/KA sem fór yfir en hún fékk þá góða fyrirgjöf frá vinstri. Fjörið hélt áfram og á næstu mínútum komust Eyjakonur tvisvar sinnum aftur fyrir vörnina og settu boltann fyrir markið þar sem það vantaði samherja til að ýta boltanum yfir línuna. Á 12. mínútu tóku gestirnir stutt horn og fóru illa með varnarmann Þór/KA við hornfánann áður en boltinn var settur fyrir þá sem Haley Thomas var mætt en skallaði boltann yfir markið. Guðný var vel á verði í marki ÍBV.Vísir/Diego Áfram sköpuðust færi og nú var komið að heimakonum. Eftir rúman stundarfjórðung gerði Amalía Árnadóttir vel þegar hún smeygði sér á milli tveggja varnarmanna inn á teig og komst í gott færi en skotið ekki nógu hnitmiðað og Guðný varði í marki ÍBV. Kimberley Dóra fékk gott færi eftir rúmlega hálftíma leik þar sem hún vann boltann og kom sér inn á teig en skotið fram hjá. Eyjakonur hefðu átti að komast yfir augnabliki seinna Holly Oneill fékk sannkallað dauðafæri eftir sendingu frá Olgu Sevcova en setti boltann fram hjá ein á móti markmanni. Þór/KA sótti meira út hálfleikinn og skapaðist oft mikil hætta eftir föst leikatriði þar sem Hulda Björg fékk nokkra skalla í teignum. Staðan í hálfleik markalaus. Það voru ekki nema 45 sekúndur liðnar af síðari hálfleik þegar ÍBV tók forystuna. Viktorija Zaicikova fékk þá sendingu inn fyrir vörnina og keyrði inn að teignum frá hægri og setti boltann fyrir markið þar sem Olga Sevcova mætti og skilaði boltanum í netið. Eitthvað virtust heimakonur slegnar eftir þetta og engu mátti muna að keimlíkt mark kæmi strax í kjölfarið en í þetta skipti var sendingin fyrir markið of föst og munurinn áfram eitt mark. Selma Björt Sigursveinsdóttir var í byrjunarliði ÍBV.Vísir/Diego Á 64. mínútu bættu Eyjakonur við marki. Viktorija Zaicikova setti þá boltann inn fyrir miðja vörn Þór/KA sem reyndu að spila Holly Taylor Oneill rangstæða en hún rétt slapp og keyrði alla leið upp að marki og renndi boltanum frá Hörpu markinu. 2-0 fyrir ÍBV. Heimakonur reyndu að sækja meira eftir seinna markið en það vantaði hreinlega meiri gæði í leik þeirra til þess að skapa sér betri marktækifæri. Of margar sendingar fóru forgorðum og meira fór fyrir einstaklingsframtökum heldur en góðu samspili. Eyjakonur fögnuðu því 2-0 útisigri og lyfta sér úr fallsæti og upp í 7. sæti deildarinnar þar sem liðið verður á meðan landsleikjahlé stendur yfir. Af hverju vann ÍBV? Liðið fékk mörg færi í dag og nýtti tvö þeirra sem var meira en nóg. Leikplanið gekk frábærlega upp hvort sem litið var á varnar- eða sóknarleik. Hvað gekk illa? Þór/KA spilaði bara illa í síðari hálfleik. ÍBV skorar strax eftir 45 sekúndur og litu almennt miklu betur út í hálfleiknum. Það vantaði meiri gæði í sóknarleik Þór/KA og varnarleikurinn var oft á tíðum ekki nægilega góður. Hverjar stóðu upp úr? Viktorija Zaicikova var virkilega hættuleg fram á við í dag og lagði upp bæði mörk liðsins.Olga Sevcova skoraði fyrra markið og náði vel saman við Viktoriju í leiknum. Þá á varnarlína ÍBV hrós skilið. Hulda Björg var ein helsta ógn Þór/KA í leiknum þrátt fyrir að spila í vörninni en hún náði nokkrum sköllum að marki eftir föst leikatriði. Hulda Ósk reyndi allan tímann að skapa færi og tókst það nokkrum sinnum en það vantaði einhvern til að klára færin. Hvað gerist næst? Nú tekur við mánaðarpása á Bestu deildinni vegna heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu. Næsta umferð fer fram mánudaginn 9. júlí sem er frídagur verslunarmanna. Þór/KA mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli á meðan ÍBV mætir Þrótti í Laugardalnum. „Ef þú ert ekki að fara upp á við og áfram þá ertu í rauninni bara að fara aftur á bak“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var skiljanlega ósáttur við ýmislegt í leik síns liðs eftir 2-0 tap á heimavelli gegn ÍBV.Vilhelm/Vísi „Þetta er hundfúlt. Alveg hræðilegt að tapa á heimavelli og á náttúrulega bara ekki að koma fyrir og extra súrt að tapa heima fyrir framan fólkið sitt og ég finn til með stelpunum að hafa gert það.“ „Við höfum átt upp og niður leiki og við vorum svolitið mikið að sparka honum frá okkur sérstaklega í fyrri og fórum bara mjög hratt í langa boltann og héldum honum illa. Svo bara af því við náðum ekki að pota inn marki, við fengum nú færi samt, vorum að búa til færi og hættuleg í föstum leikatriðum en boltinn fór ekki inn, og þegar það gerist ekki þá er það eins og blaut tuska hérna í byrjun seinni hálfleiks að þær skori strax bara alveg um leið og seinni hálfleikurinn byrjar. Mér fannst það hafa aðeins of mikil áhrif á okkur en það er pínu eins og við höfum verið kýld í magann sem á ekki að gerast en samt héldum við áfram og hefðum átt að skora í seinni hálfleiknum líka. Þetta er bara grautfúlt. Mörk breyta leikjum og þrátt fyrir að eiga ekki góðan dag á skrifstofunni spilalega séð þá fengum við færi til að skora í þessum leik og það er súrt að hafa ekki gert það.“ Tahnai Annis og Dominiqe Randle eru staddar með landsliði Filippseyja sem undirbýr sig fyrir heimsmeistaramótið sem byrjar síðar í mánuðinum. Þá er markvörðurinn Melissa Lowder í landsliðsverkefni með strandarliði Bandaríkjanna í fótbolta. Sá Jóhann mun á spilamennsku liðsins þar sem þessir mikilvægu leikmenn eru fjarverandi? „Við vorum að tala um þetta bara við stelpurnar inn í klefa að við erum ekki að ræða um eitthvað sem er ekki. Það vantaði ekki gæði í liðið okkar í dag en það hins vegar vantaði gæði í spilið hjá okkur. Það er það sem við erum að taka út úr þessu. Nú hafa leikmenn dálítinn tíma fram að næsta leik til að bæta sig og við þurfum að bæta okkur öll; við þjálfararnir og leikmennirnir sem eru að spila að hverju sinni. Við erum alltaf að horfa bara í eigin barm. Hver leikur hefur bara sitt líf eins og gamla klisjan segir en við hefðum getað gert betur í dag.“ Finnst Jóhanni leikmenn liðsins þurfa að stíga meira upp þegar mikilvæga leikmenn vantar í liðið eins og í dag? „Leikmenn þurfa alltaf að vera stíga upp. Ef þú ert ekki að fara upp á við og áfram þá ertu í rauninni bara að fara aftur á bak. Það er ekkert sem heitir að standa kyrr og halda einvherju. Við þurfum að sækja allt sem við erum að fara í í sumar og nú er bara pínu pása og seinni hálfleikurinn af mótinu eftir. Við erum búin að standa okkur ágætlega í fyrri hálfleik en við viljum vera betri í seinni, það er bara engin spurning, og öll þurfa að stíga upp hvort sem það eru leikmenn eða við þjálfararnir.“ Mánaðarpása er framundan í Bestu deildinni vegna landsliðsverkefna. Hvernig ætlar liðið að nýta pásuna og á mögulega að fá inn nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum? „Við þurfum að nýta þetta í að sumir leikmenn eru tæpir og mjög þreyttir eftir þessa törn og þessar eldri sérstaklega þurfa að hvíla vel og vinna svo í sínu og svo eru aðrrir sem þurfa að æfa meira og við erum með U-20 lið hérna sem er að spila og æfa og það er bara þannig að við þurfum að nýta þessa pásu vel og rétt og ná liðinu sem mest upp á tærnar áður en við byrjum aftur eftir 20 daga eða hvað það verður eftir gengi U-19. Einhverjar eru að fara í landsliðsverkefni og svona en við bara reynum að nýta pásuna eins vel og hægt er en við erum með gæði í leikmannahópnum og erum ekki að leita mikið fyrir utan það.“ Melissa Lowder, markvörður Þór/KA, er í landsliðsverkefni með strandarliði Bandaríkjanna í knattspyrnu sem verður að teljast nokkuð áhugavert. Var vitað fyrir mót að hún gæti misst af leik vegna þessa verkefnis? „Við vissum það með góðum fyrirvara. Hún er sem sagt landsliðsmarkmaður strandfótboltaliðsins í Bandaríkjunum þannig við vissum að þessi leikur væri í hættu. Svolítið svekkjandi að það var góður möguleiki að færa leikinn en ég skil ÍBV alveg að hafa ekki viljað það svo sem fyrst þær vissu að við værum að missa þá alla útlendingana en hún hefði ekki þurft að missa leik en hún missti af honum fyrst hann var ekki færður. Er Jóhann ósáttur að ÍBV hafi ekki viljað færa leikinn? „Ég meina auðvitað geta þau gert bara það sem þau vilja og niðurstaðan var bara svona. Það er ekki mitt að vera sáttur eða ósáttur við neinn út af því.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn
ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í Bestu deild kvenna fyrr í dag. Lyftu Eyjakonur sér upp úr fallsæti með sigrinum. Olga Sevcova og Holly Taylor Oneill skoruðu mörk ÍBV í síðari hálfleik og þar við sat. Leikurinn var fimm mínútna gamall þega fyrsta færið leit dagsins ljós. Viktorija Zaicikova fékk þá boltann við vítaeig gestanna eftir mistök í vörn þeirra en skotið var ekki nógu hnitmiðað og boltinn yfir markið. Andartaki síðar fékk átti Ísfold Marý skot fyrir Þór/KA sem fór yfir en hún fékk þá góða fyrirgjöf frá vinstri. Fjörið hélt áfram og á næstu mínútum komust Eyjakonur tvisvar sinnum aftur fyrir vörnina og settu boltann fyrir markið þar sem það vantaði samherja til að ýta boltanum yfir línuna. Á 12. mínútu tóku gestirnir stutt horn og fóru illa með varnarmann Þór/KA við hornfánann áður en boltinn var settur fyrir þá sem Haley Thomas var mætt en skallaði boltann yfir markið. Guðný var vel á verði í marki ÍBV.Vísir/Diego Áfram sköpuðust færi og nú var komið að heimakonum. Eftir rúman stundarfjórðung gerði Amalía Árnadóttir vel þegar hún smeygði sér á milli tveggja varnarmanna inn á teig og komst í gott færi en skotið ekki nógu hnitmiðað og Guðný varði í marki ÍBV. Kimberley Dóra fékk gott færi eftir rúmlega hálftíma leik þar sem hún vann boltann og kom sér inn á teig en skotið fram hjá. Eyjakonur hefðu átti að komast yfir augnabliki seinna Holly Oneill fékk sannkallað dauðafæri eftir sendingu frá Olgu Sevcova en setti boltann fram hjá ein á móti markmanni. Þór/KA sótti meira út hálfleikinn og skapaðist oft mikil hætta eftir föst leikatriði þar sem Hulda Björg fékk nokkra skalla í teignum. Staðan í hálfleik markalaus. Það voru ekki nema 45 sekúndur liðnar af síðari hálfleik þegar ÍBV tók forystuna. Viktorija Zaicikova fékk þá sendingu inn fyrir vörnina og keyrði inn að teignum frá hægri og setti boltann fyrir markið þar sem Olga Sevcova mætti og skilaði boltanum í netið. Eitthvað virtust heimakonur slegnar eftir þetta og engu mátti muna að keimlíkt mark kæmi strax í kjölfarið en í þetta skipti var sendingin fyrir markið of föst og munurinn áfram eitt mark. Selma Björt Sigursveinsdóttir var í byrjunarliði ÍBV.Vísir/Diego Á 64. mínútu bættu Eyjakonur við marki. Viktorija Zaicikova setti þá boltann inn fyrir miðja vörn Þór/KA sem reyndu að spila Holly Taylor Oneill rangstæða en hún rétt slapp og keyrði alla leið upp að marki og renndi boltanum frá Hörpu markinu. 2-0 fyrir ÍBV. Heimakonur reyndu að sækja meira eftir seinna markið en það vantaði hreinlega meiri gæði í leik þeirra til þess að skapa sér betri marktækifæri. Of margar sendingar fóru forgorðum og meira fór fyrir einstaklingsframtökum heldur en góðu samspili. Eyjakonur fögnuðu því 2-0 útisigri og lyfta sér úr fallsæti og upp í 7. sæti deildarinnar þar sem liðið verður á meðan landsleikjahlé stendur yfir. Af hverju vann ÍBV? Liðið fékk mörg færi í dag og nýtti tvö þeirra sem var meira en nóg. Leikplanið gekk frábærlega upp hvort sem litið var á varnar- eða sóknarleik. Hvað gekk illa? Þór/KA spilaði bara illa í síðari hálfleik. ÍBV skorar strax eftir 45 sekúndur og litu almennt miklu betur út í hálfleiknum. Það vantaði meiri gæði í sóknarleik Þór/KA og varnarleikurinn var oft á tíðum ekki nægilega góður. Hverjar stóðu upp úr? Viktorija Zaicikova var virkilega hættuleg fram á við í dag og lagði upp bæði mörk liðsins.Olga Sevcova skoraði fyrra markið og náði vel saman við Viktoriju í leiknum. Þá á varnarlína ÍBV hrós skilið. Hulda Björg var ein helsta ógn Þór/KA í leiknum þrátt fyrir að spila í vörninni en hún náði nokkrum sköllum að marki eftir föst leikatriði. Hulda Ósk reyndi allan tímann að skapa færi og tókst það nokkrum sinnum en það vantaði einhvern til að klára færin. Hvað gerist næst? Nú tekur við mánaðarpása á Bestu deildinni vegna heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu. Næsta umferð fer fram mánudaginn 9. júlí sem er frídagur verslunarmanna. Þór/KA mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli á meðan ÍBV mætir Þrótti í Laugardalnum. „Ef þú ert ekki að fara upp á við og áfram þá ertu í rauninni bara að fara aftur á bak“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var skiljanlega ósáttur við ýmislegt í leik síns liðs eftir 2-0 tap á heimavelli gegn ÍBV.Vilhelm/Vísi „Þetta er hundfúlt. Alveg hræðilegt að tapa á heimavelli og á náttúrulega bara ekki að koma fyrir og extra súrt að tapa heima fyrir framan fólkið sitt og ég finn til með stelpunum að hafa gert það.“ „Við höfum átt upp og niður leiki og við vorum svolitið mikið að sparka honum frá okkur sérstaklega í fyrri og fórum bara mjög hratt í langa boltann og héldum honum illa. Svo bara af því við náðum ekki að pota inn marki, við fengum nú færi samt, vorum að búa til færi og hættuleg í föstum leikatriðum en boltinn fór ekki inn, og þegar það gerist ekki þá er það eins og blaut tuska hérna í byrjun seinni hálfleiks að þær skori strax bara alveg um leið og seinni hálfleikurinn byrjar. Mér fannst það hafa aðeins of mikil áhrif á okkur en það er pínu eins og við höfum verið kýld í magann sem á ekki að gerast en samt héldum við áfram og hefðum átt að skora í seinni hálfleiknum líka. Þetta er bara grautfúlt. Mörk breyta leikjum og þrátt fyrir að eiga ekki góðan dag á skrifstofunni spilalega séð þá fengum við færi til að skora í þessum leik og það er súrt að hafa ekki gert það.“ Tahnai Annis og Dominiqe Randle eru staddar með landsliði Filippseyja sem undirbýr sig fyrir heimsmeistaramótið sem byrjar síðar í mánuðinum. Þá er markvörðurinn Melissa Lowder í landsliðsverkefni með strandarliði Bandaríkjanna í fótbolta. Sá Jóhann mun á spilamennsku liðsins þar sem þessir mikilvægu leikmenn eru fjarverandi? „Við vorum að tala um þetta bara við stelpurnar inn í klefa að við erum ekki að ræða um eitthvað sem er ekki. Það vantaði ekki gæði í liðið okkar í dag en það hins vegar vantaði gæði í spilið hjá okkur. Það er það sem við erum að taka út úr þessu. Nú hafa leikmenn dálítinn tíma fram að næsta leik til að bæta sig og við þurfum að bæta okkur öll; við þjálfararnir og leikmennirnir sem eru að spila að hverju sinni. Við erum alltaf að horfa bara í eigin barm. Hver leikur hefur bara sitt líf eins og gamla klisjan segir en við hefðum getað gert betur í dag.“ Finnst Jóhanni leikmenn liðsins þurfa að stíga meira upp þegar mikilvæga leikmenn vantar í liðið eins og í dag? „Leikmenn þurfa alltaf að vera stíga upp. Ef þú ert ekki að fara upp á við og áfram þá ertu í rauninni bara að fara aftur á bak. Það er ekkert sem heitir að standa kyrr og halda einvherju. Við þurfum að sækja allt sem við erum að fara í í sumar og nú er bara pínu pása og seinni hálfleikurinn af mótinu eftir. Við erum búin að standa okkur ágætlega í fyrri hálfleik en við viljum vera betri í seinni, það er bara engin spurning, og öll þurfa að stíga upp hvort sem það eru leikmenn eða við þjálfararnir.“ Mánaðarpása er framundan í Bestu deildinni vegna landsliðsverkefna. Hvernig ætlar liðið að nýta pásuna og á mögulega að fá inn nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum? „Við þurfum að nýta þetta í að sumir leikmenn eru tæpir og mjög þreyttir eftir þessa törn og þessar eldri sérstaklega þurfa að hvíla vel og vinna svo í sínu og svo eru aðrrir sem þurfa að æfa meira og við erum með U-20 lið hérna sem er að spila og æfa og það er bara þannig að við þurfum að nýta þessa pásu vel og rétt og ná liðinu sem mest upp á tærnar áður en við byrjum aftur eftir 20 daga eða hvað það verður eftir gengi U-19. Einhverjar eru að fara í landsliðsverkefni og svona en við bara reynum að nýta pásuna eins vel og hægt er en við erum með gæði í leikmannahópnum og erum ekki að leita mikið fyrir utan það.“ Melissa Lowder, markvörður Þór/KA, er í landsliðsverkefni með strandarliði Bandaríkjanna í knattspyrnu sem verður að teljast nokkuð áhugavert. Var vitað fyrir mót að hún gæti misst af leik vegna þessa verkefnis? „Við vissum það með góðum fyrirvara. Hún er sem sagt landsliðsmarkmaður strandfótboltaliðsins í Bandaríkjunum þannig við vissum að þessi leikur væri í hættu. Svolítið svekkjandi að það var góður möguleiki að færa leikinn en ég skil ÍBV alveg að hafa ekki viljað það svo sem fyrst þær vissu að við værum að missa þá alla útlendingana en hún hefði ekki þurft að missa leik en hún missti af honum fyrst hann var ekki færður. Er Jóhann ósáttur að ÍBV hafi ekki viljað færa leikinn? „Ég meina auðvitað geta þau gert bara það sem þau vilja og niðurstaðan var bara svona. Það er ekki mitt að vera sáttur eða ósáttur við neinn út af því.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti