„Hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2023 11:53 Það verður sumar og sól um helgina. Vísir/Vilhelm Það verður hægur vindur, sólríkt og hlýtt á landinu um helgina að sögn veðurfræðings. Best verður veðrið á Suður- og Vesturlandi þar sem hitinn gæti farið upp í og yfir tuttugu stig. „Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á. Veður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Sjá meira
„Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á.
Veður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Sjá meira