„Hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2023 11:53 Það verður sumar og sól um helgina. Vísir/Vilhelm Það verður hægur vindur, sólríkt og hlýtt á landinu um helgina að sögn veðurfræðings. Best verður veðrið á Suður- og Vesturlandi þar sem hitinn gæti farið upp í og yfir tuttugu stig. „Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á. Veður Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
„Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á.
Veður Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira