„Þar hefðum við getað verið heppnari“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 15:19 Arnar Pétursson er á leið með íslenska landsliðið á stórmót í lok árs, á HM. Leikir Íslands verða spilaðir í Noregi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vissum fyrir fram að þetta yrði alvöru verkefni og það hefur ekkert breyst,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag. Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira