Seldu upp Eldborg á hálftíma Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 17:21 Tinna, Tryggvi og Ingó troða upp í Eldborg í Hörpu í ágúst. Mikil eftirspurn var eftir miðunum. Vísir/Vilhelm/addinabblakusk Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. Þarf alltaf að vera grín? heitir hlaðvarpið sem um ræðir og er það afar vinsæl. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum. „Það seldist upp í forsölu hjá okkur og þetta var einungis fyrir áskrifendur hlaðvarpsins,“ segir Ingó í samtali við Vísi. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþættina á helstu streymisveitum en áskrifendur fá auk þess fleiri þætti og aðganga að forsölu fyrir svona sýningar. „Allir miðarnir fóru í forsölu og allir miðarnir seldust í forsölunni á þrjátíu og fimm mínútum,“ segir Tinna. „Meira fjör, meira gaman“ Hlaðvarpið fagnar fimm ára afmæli sínu á þessu ári og er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda sýninguna í Eldborg. Alls hafa þau haldið sýningar sem þessar átta sinnum áður. Það þýðir þó ekki að þær séu allar eins. „Þú færð aldrei það sama,“ segir Ingó. Hann segir að einu sinni hafi þau haldið tvær sýningar í röð á Akureyri. Þær hafi þó verið alveg ólíkar, í raun hafi verið um tvær mismunandi sýningar að ræða. Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að sýningarnar séu aldrei eins.addinabblakusk Þá eru sýningarnar ekki alveg eins og hlaðvarpsþættirnir. „Þetta er meira „show“ heldur en þegar það er hlustað á okkur í eyrunum. Þetta er meira fjör, meira gaman og það verður afmælisstemning þarna í Eldborg. Þannig það verður mögulega einhver smá breyting á showinu,“ segir Ingó. „En alla jafna er þetta með mjög svipuðu sniði og þátturinn en með aðeins meiri stemningu. Áhorfendur taka þátt, geta sent spurningar og svoleiðis,“ segir Tinna svo. Hugmyndin kom frá hlustendum Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að þetta sé klárlega það stærsta sem þau hafa gert. Hugmyndin um að vera með sýningu í Eldborg hafi þó ekki upphaflega verið þeirra. „Við ákváðum að fara í Eldborg út af áskorun frá hlustendunum okkar. Við höfum verið að selja fjögur hundruð miða á undir mínútu þannig það þurfti að fara í eitthvað stærra. Þau gerðu svona undirskriftarlista, þannig við erum mjög þakklát þeim að hafa peppað okkur upp í þetta.“ Að lokum vilja þau fá að þakka hlustendum sínum. Harpa Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Þarf alltaf að vera grín? heitir hlaðvarpið sem um ræðir og er það afar vinsæl. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum. „Það seldist upp í forsölu hjá okkur og þetta var einungis fyrir áskrifendur hlaðvarpsins,“ segir Ingó í samtali við Vísi. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþættina á helstu streymisveitum en áskrifendur fá auk þess fleiri þætti og aðganga að forsölu fyrir svona sýningar. „Allir miðarnir fóru í forsölu og allir miðarnir seldust í forsölunni á þrjátíu og fimm mínútum,“ segir Tinna. „Meira fjör, meira gaman“ Hlaðvarpið fagnar fimm ára afmæli sínu á þessu ári og er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda sýninguna í Eldborg. Alls hafa þau haldið sýningar sem þessar átta sinnum áður. Það þýðir þó ekki að þær séu allar eins. „Þú færð aldrei það sama,“ segir Ingó. Hann segir að einu sinni hafi þau haldið tvær sýningar í röð á Akureyri. Þær hafi þó verið alveg ólíkar, í raun hafi verið um tvær mismunandi sýningar að ræða. Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að sýningarnar séu aldrei eins.addinabblakusk Þá eru sýningarnar ekki alveg eins og hlaðvarpsþættirnir. „Þetta er meira „show“ heldur en þegar það er hlustað á okkur í eyrunum. Þetta er meira fjör, meira gaman og það verður afmælisstemning þarna í Eldborg. Þannig það verður mögulega einhver smá breyting á showinu,“ segir Ingó. „En alla jafna er þetta með mjög svipuðu sniði og þátturinn en með aðeins meiri stemningu. Áhorfendur taka þátt, geta sent spurningar og svoleiðis,“ segir Tinna svo. Hugmyndin kom frá hlustendum Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að þetta sé klárlega það stærsta sem þau hafa gert. Hugmyndin um að vera með sýningu í Eldborg hafi þó ekki upphaflega verið þeirra. „Við ákváðum að fara í Eldborg út af áskorun frá hlustendunum okkar. Við höfum verið að selja fjögur hundruð miða á undir mínútu þannig það þurfti að fara í eitthvað stærra. Þau gerðu svona undirskriftarlista, þannig við erum mjög þakklát þeim að hafa peppað okkur upp í þetta.“ Að lokum vilja þau fá að þakka hlustendum sínum.
Harpa Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira