„Þær eru ógeðslega skipulagðar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 16:00 Tahnai Annis skoraði sigurmark Þórs/KA gegn Keflavík. VÍSIR/VILHELM Lið Þórs/KA fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en liðið situr í 3. sæti Bestu deildarinnar eftir góðan 1-0 útisigur gegn Keflavík í síðasta leik. Akureyringar eru án síns aðalmarkaskorara, Söndru Maríu Jessen, vegna meiðsla en hafa nú fengið tíu af tólf mögulegum stigum í síðustu fjórum leikjum. Mark frá Tahnai Annis dugði gegn Keflavík enda virðist varnarleikur liðsins, eftir að þjálfarinn Jóhann Kristinn Gunnarsson tók á ný við liðinu, afar traustur. „Þær gerðu þetta mjög vel. Þær voru mjög agaðar og þéttar, línurnar þéttar saman hjá þeim, og Keflavík átti mjög erfitt með að búa sér til opin og góð færi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í Bestu mörkunum. „Mér hefur fundist Jóa takast þetta mjög vel með Þór/KA. Þær eru ógeðslega skipulagðar varnarlega,“ skaut Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, inn í áður en Sonný bætti við: „Þær eru líka svo skynsamar. Þær vita alveg hvenær þær eiga að fara í pressu og hvenær þær eiga að bíða. Þær eru ekkert að hlaupa út úr stöðum.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir velti upp þeirri spurningu hvort að lið Þórs/KA væri ekki einfaldlega búið að koma liða mest á óvart í sumar, einu stigi á eftir toppliðunum sem reyndar eiga leik til góða. „Þær vita sín takmörk og hlutverk rosalega vel. Þeim líður vel í þessum hlutverkum sínum. Þeim líður vel þegar staðan er 0-0, eða þegar þær eru einu marki undir. Það er ekkert fát á þeim. Þær missa ekkert hausinn þó að þær byrji illa, eins og gegn Stjörnunni í síðasta leik, þar sem þær lenda 3-0 undir á heimavelli en koma til baka. Þær eru fókuseraðar á sjálfar sig, sína vegferð og að bæta sig sem lið. Það finnst mér ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Margrét Lára. Jóhann Kristinn Gunnarsson gerði Þór/KA að Íslandsmeistara árið 2012 og er nú tekinn við liðinu að nýju, með góðum árangri.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV á sunnudaginn en svo tekur við hlé í deildinni. „Þær geta verið í 3. sæti mögulega þegar við förum í þessa þriggja vikna pásu. Við tölum um að gengi Selfoss og mögulega Stjörnunnar hafi komið okkur á óvart, en er ekki bara gengi Þórs/KA að koma flestum mest á óvart, fyrir utan Þórs/KA-liðið?“ spurði Margrét en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Akureyringar eru án síns aðalmarkaskorara, Söndru Maríu Jessen, vegna meiðsla en hafa nú fengið tíu af tólf mögulegum stigum í síðustu fjórum leikjum. Mark frá Tahnai Annis dugði gegn Keflavík enda virðist varnarleikur liðsins, eftir að þjálfarinn Jóhann Kristinn Gunnarsson tók á ný við liðinu, afar traustur. „Þær gerðu þetta mjög vel. Þær voru mjög agaðar og þéttar, línurnar þéttar saman hjá þeim, og Keflavík átti mjög erfitt með að búa sér til opin og góð færi,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í Bestu mörkunum. „Mér hefur fundist Jóa takast þetta mjög vel með Þór/KA. Þær eru ógeðslega skipulagðar varnarlega,“ skaut Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, inn í áður en Sonný bætti við: „Þær eru líka svo skynsamar. Þær vita alveg hvenær þær eiga að fara í pressu og hvenær þær eiga að bíða. Þær eru ekkert að hlaupa út úr stöðum.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir velti upp þeirri spurningu hvort að lið Þórs/KA væri ekki einfaldlega búið að koma liða mest á óvart í sumar, einu stigi á eftir toppliðunum sem reyndar eiga leik til góða. „Þær vita sín takmörk og hlutverk rosalega vel. Þeim líður vel í þessum hlutverkum sínum. Þeim líður vel þegar staðan er 0-0, eða þegar þær eru einu marki undir. Það er ekkert fát á þeim. Þær missa ekkert hausinn þó að þær byrji illa, eins og gegn Stjörnunni í síðasta leik, þar sem þær lenda 3-0 undir á heimavelli en koma til baka. Þær eru fókuseraðar á sjálfar sig, sína vegferð og að bæta sig sem lið. Það finnst mér ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Margrét Lára. Jóhann Kristinn Gunnarsson gerði Þór/KA að Íslandsmeistara árið 2012 og er nú tekinn við liðinu að nýju, með góðum árangri.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV á sunnudaginn en svo tekur við hlé í deildinni. „Þær geta verið í 3. sæti mögulega þegar við förum í þessa þriggja vikna pásu. Við tölum um að gengi Selfoss og mögulega Stjörnunnar hafi komið okkur á óvart, en er ekki bara gengi Þórs/KA að koma flestum mest á óvart, fyrir utan Þórs/KA-liðið?“ spurði Margrét en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira