Erlent

Sjald­gæfur sumar­stormur veldur usla í Hollandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slys hafa orðið á fólki vegna fallandi trjáa í storminum.
Slys hafa orðið á fólki vegna fallandi trjáa í storminum. EPA-EFE/REMKO DE WAAL

Sjald­gæfur sumar­stormur hefur gert usla í Hollandi í dag og haft víð­tæk á­hrif á sam­göngur í landinu sem og flug­ferðir til og frá Hollandi.

Hollenska veður­stofan hefur gefið frá sér rauða við­vörun vegna stormsins sem fer nú yfir höfuð­borgina Amsterdam og Noord-Holland svæðið. Í­búar hafa verið beðnir um að halda sig heima á meðan stormurinn gengur yfir og fengið neyðar­við­varanir í gegnum far­síma.

Í um­fjöllun Reu­ters kemur fram að stormurinn, sem heitir Poly, sé einn sá mesti sem sést hefur yfir sumar­mánuðina í landinu. Hann er auk þess sá mesti sem farið hefur yfir landið síðan í janúar árið 2018.

Tré féllu víða til jarðar í rokinu og lentu á bílum.Vísir/Árni

Fár­viðri ganga venju­lega yfir landið á milli októ­ber og apríl en síðast reið stormur yfir landið að sumar­tíma árið 2015. Var sá sá fyrsti að sumri til í heila öld. Veður­stofa landsins býst við að hann muni ganga niður nú síð­degis.

Tveir hafa slasast í Amsterdam þar sem tré féllu á bíla þeirra. Þá hefur fleiri en 300 flug­ferðum verið af­lýst á al­þjóða­flug­vellinum Schip­hol auk þess sem lestar­ferðum í norður­hluta landsins hefur verið af­lýst.

Fleiri en 300 flugferðum hefur verið aflýst í morgun í Hollandi. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL
Veðrið hefur valdið töluverðum skemmdum á eignum fólks.Vísir/Árni
Tré hafa rifnað upp með rótum í hamagangnum.Vísir/Árni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×