Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júlí 2023 07:46 Enn sem komið er moskító ekki mætt í Laugardalinn heldur eru þar allskonar aðrar flugur líkt og forarmýið sem hér er á mynd. „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. „Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“ Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
„Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“
Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira