Aníta Briem slær sér upp Íris Hauksdóttir skrifar 28. september 2023 14:00 Aníta Briem hefur lengi verið á meðal glæsilegustu kvenna landsins. Vísir/Vilhelm Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff hafa verið að slá sér upp undanfarna mánuði samkvæmt heimildum fréttastofu. Parið lét vel hvort að öðru á kaffihúsinu Kaffi Vest í dag en þau hafa unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga en hún steig fyrst á svið sem Ída í barnaleikritinu Emil, þá níu ára gömul. Hún fluttist ung til Englands í leiklistarnám og útskrifaðist frá einum virtasta leiklistarskóla Bretlands, RADA árið 2004. Síðar lá leiðin til Los Angeles þar sem Aníta bjó ásamt þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus og lék sem frægt er í kvikmyndinni Journey to the center of the earth árið 2008. Aníta flutti heim til Íslands árið 2020 og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist en hún lék meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skjálfta í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur við mikið lof. Hún ræddi heimkomuna í viðtali við Bakaríð í fyrra. Upphaflega kom hún þó hingað til lands til þess að leika í þáttaröðinni Ráðherrann sem vakti mikla lukku hér á landi og þaðan tók hún við erfiðu hlutverki móðurinnar í Berdreymi ásamt hlutverki Unnar í Svari við Bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu eftir sögu Bersteins Birgissonar. Stuttu síðar sló hún í gegn í hlutverki sínu í myndinni Villibráð sem kom út fyrr á þessu ári. Hafþór var einn af fjölmörgum sem lögðu hönd á plóg við gerð kvikmyndarinnar við búningagerð. Hann kemur jafnframt að sviðsetningu væntanlegrar dramaþáttaraðar undir handleiðslu Anítu sjálfrar sem nefnast Eins lengi og við lifum eða As long as we live og eru í dagskrágerð Stöðvar 2 undir leikstjórn Katrínar Björgvinsdóttur. Stikla fyrir þættina var frumsýnd í morgun. Aníta hefur sagt umfjöllunarefni þáttanna meðal annars sprottið af persónulegri reynslu. Aníta fór yfir nýju þættina í spjalli við Bakaríið í október í fyrra. Þættirnir hverfast um hina eitt sinn efnilegu tónlistarkonu Betu sem vaknar upp við vondan draum. Hjónabandið virðist ónýtt og hún ekki sú móðir sem hún vilji vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið, eins og segir í kynningartexta um þættina. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga en hún steig fyrst á svið sem Ída í barnaleikritinu Emil, þá níu ára gömul. Hún fluttist ung til Englands í leiklistarnám og útskrifaðist frá einum virtasta leiklistarskóla Bretlands, RADA árið 2004. Síðar lá leiðin til Los Angeles þar sem Aníta bjó ásamt þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus og lék sem frægt er í kvikmyndinni Journey to the center of the earth árið 2008. Aníta flutti heim til Íslands árið 2020 og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist en hún lék meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skjálfta í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur við mikið lof. Hún ræddi heimkomuna í viðtali við Bakaríð í fyrra. Upphaflega kom hún þó hingað til lands til þess að leika í þáttaröðinni Ráðherrann sem vakti mikla lukku hér á landi og þaðan tók hún við erfiðu hlutverki móðurinnar í Berdreymi ásamt hlutverki Unnar í Svari við Bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu eftir sögu Bersteins Birgissonar. Stuttu síðar sló hún í gegn í hlutverki sínu í myndinni Villibráð sem kom út fyrr á þessu ári. Hafþór var einn af fjölmörgum sem lögðu hönd á plóg við gerð kvikmyndarinnar við búningagerð. Hann kemur jafnframt að sviðsetningu væntanlegrar dramaþáttaraðar undir handleiðslu Anítu sjálfrar sem nefnast Eins lengi og við lifum eða As long as we live og eru í dagskrágerð Stöðvar 2 undir leikstjórn Katrínar Björgvinsdóttur. Stikla fyrir þættina var frumsýnd í morgun. Aníta hefur sagt umfjöllunarefni þáttanna meðal annars sprottið af persónulegri reynslu. Aníta fór yfir nýju þættina í spjalli við Bakaríið í október í fyrra. Þættirnir hverfast um hina eitt sinn efnilegu tónlistarkonu Betu sem vaknar upp við vondan draum. Hjónabandið virðist ónýtt og hún ekki sú móðir sem hún vilji vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið, eins og segir í kynningartexta um þættina.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01
Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01