Skaut fólk af handahófi á götum Fíladelfíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 08:41 Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í Kingsessing-hverfinu í Fíladelfíu í gærkvöldi. AP/Yong Kim/The Philadelphia Inquirer Vopnaður karlmaður skaut fjóra til bana og særði tvo drengi í að því er virðist handahófskenndri árás á götum Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögreglumenn handtóku manninn eftir að hann gafst upp. Árásin var gerð í hverfinu Kingsessing í suðvestanverðri Fíladelfíu á níunda tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Byssumaðurinn er sagður um fertugt. Hann var vopnaður árásarriffli og klæddur skotheldu vesti. Hann hélt áfram að skjóta á meðan lögreglumenn veittu honum eftirför. Hann gafst á endanum upp og var handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll fórnarlömbin voru karlmenn. Þrír þeirra voru á aldrinum tuttugu til 59 ára en sá yngsti á bilinu sextán til tuttugu og eins árs. Auk þeirra voru tveggja og þrettán ára drengi færðir á sjúkrahús. Ástand þeirra er sagt stöðugt. Engin augljós tengsl voru á milli byssumannsins og fórnarlamba hans, að sögn Danielle Outlaw, lögreglustjóra Fíladelfíu. „Á þessari stundu vitum við það eitt að þessi maður ákvað að fara að heiman og ráðast á fólk,“ sagði Outlaw á blaðamannafundi. Annar maður var handtekinn á vettvangi vegna gruns um að hann hafi svarað skothríð byssumannsins. Ekki liggur fyrir hvort að þeir tengist. Fjöldamorðið í gær var það tuttugusta og níunda í Bandaríkjunum það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni AP og USA Today. Þau hafa aldrei verið fleiri þegar svo skammt er liðið af ári. Þá hafa heldur aldrei fleiri verið myrtir í fjöldaskotárásum svo snemma á árinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Árásin var gerð í hverfinu Kingsessing í suðvestanverðri Fíladelfíu á níunda tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Byssumaðurinn er sagður um fertugt. Hann var vopnaður árásarriffli og klæddur skotheldu vesti. Hann hélt áfram að skjóta á meðan lögreglumenn veittu honum eftirför. Hann gafst á endanum upp og var handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll fórnarlömbin voru karlmenn. Þrír þeirra voru á aldrinum tuttugu til 59 ára en sá yngsti á bilinu sextán til tuttugu og eins árs. Auk þeirra voru tveggja og þrettán ára drengi færðir á sjúkrahús. Ástand þeirra er sagt stöðugt. Engin augljós tengsl voru á milli byssumannsins og fórnarlamba hans, að sögn Danielle Outlaw, lögreglustjóra Fíladelfíu. „Á þessari stundu vitum við það eitt að þessi maður ákvað að fara að heiman og ráðast á fólk,“ sagði Outlaw á blaðamannafundi. Annar maður var handtekinn á vettvangi vegna gruns um að hann hafi svarað skothríð byssumannsins. Ekki liggur fyrir hvort að þeir tengist. Fjöldamorðið í gær var það tuttugusta og níunda í Bandaríkjunum það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni AP og USA Today. Þau hafa aldrei verið fleiri þegar svo skammt er liðið af ári. Þá hafa heldur aldrei fleiri verið myrtir í fjöldaskotárásum svo snemma á árinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira