Enski boltinn

Vildi að Manchester City keypti Sadio Mane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane í síðasta leiknum með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Sadio Mane í síðasta leiknum með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Getty/ANP

Yaya Toure vildi verða liðsfélagi Sadio Mane á sínum tíma og pressaði á forráðamenn Manchester City að kaupa Senegalann frá Southampton á sínum tíma.

Liverpool keypti Sadio Mane frá Southampton sumarið 2016 eftir að hann hafði skorað 21 mark í 67 leik fyrir Saints liðsins.

Hann varð síðan algjör lykilmaður hjá Jürgen Klopp og hjálpaði Liverpool að vinna alla titla í boði, þar á meðal Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020.

„Ég vildi alltaf fá tækifæri til að spila með honum,“ sagði Yaya Toure um Sadio Mane í viðtali í þættinum Match of the Day Africa en breska ríkisútvarpið segir frá.

Toure var hjá Manchester City í átta ár eða frá 2010 til 2018. Hann var í fyrsta City-liðinu sem vann ensku úrvalsdeildina og varð einnig bikarmeistari með félaginu.

„Þegar ég var hjá City og hann var hjá Southampton þá mat ég hann mikils. Ég var að reyna að mæta með honum hjá yfirmönnum mínum og vildi að þeir keyptu hann. Að lokum varð ekkert að því,“ sagði Toure.

„Klopp var kominn með augun á hann og sjáðu síðan hvað hann gerði fyrir Liverpool. Hann var frábær. Ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Toure.

Liverpool seldi Mane til Bayern München í fyrrasumar fyrir 35 milljónir punda.

Yaya Toure hrósaði Mane ekki aðeins fyrir frammistöðuna innan vallar heldur einnig hvað hann hefur gert fyrir þjóð sína utan vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×