Körfubolti

Ein efnilegasta körfuboltakona landsins varð fyrir mikli áfalli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diljá Ögn Lárusdóttir hjálpaði Stjörnunni upp í Subway deildina síðast vetur en missir því miður af stórum hluta næsta tímabils vegna meiðsla.
Diljá Ögn Lárusdóttir hjálpaði Stjörnunni upp í Subway deildina síðast vetur en missir því miður af stórum hluta næsta tímabils vegna meiðsla. Vísir/Hulda Margrét

Nýliðar Stjörnunnar í Subway deildinni og íslenska tuttugu ára landsliðið urðu fyrir miklu áfalli á dögunum.

Besti leikmaður 1. deildar kvenna á síðustu leiktíð meiddist þá illa á hné og missir af stærsta hluta næsta tímabilsins.

Hin efnilega Diljá Ögn Lárusdóttir sleit krossband á æfingu með tuttugu ára landsliðinu en þetta kom fram á Karfan.is.

Diljá Ögn skoraði 22,8 stig í leik í 1. deildinni á síðustu leiktíð og var með 23 stig í undanúrslitaleik bikarsins á móti deildarmeisturum Keflavíkur.

Hún fékk líka tækifæri með íslenska A-landsliðinu og skoraði fjórtán stig á móti hinu frábæra spænska landsliði í Laugardalshöllinni í febrúar en hún var þá stigahæsti leikmaður íslenska liðsins.

Karfan.is segir að Diljá Ögn hafi gengist undir aðgerð en það gætu verið tíu mánuðir í að hún snúi aftur inn á körfuboltavöllinn.

Hið unga lið Stjörnunnar þarf því að mæta til leiks án síns besta íslenska leikmanns á fyrsta tímabili sínu meðal þeirra bestu síðan 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×