Skoðun

Sam­staðan

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Nokkur orð varðandi samstöðu. Samstaða er hlaðin ásetningi. Við fæðumst ekki með samstöðu heldur er hún val hverju sinni. Samstaða er hluti af lærdómsferli og þroska bæði einstaklinga og samfélaga. Samfélag án samstöðu er sundurslitið, átakabundið og eirðarlaust.

Það er í hinu smáa sem við iðkum.

Samstaða þýðir ekki að við séum sammála heldur samhuga um grunngildi. Samhuga um hvað við ætlum að standa vörð um. Við getum ekki orðið samhuga án þess að fá að vita hvernig okkur líður. Leiðin að samstöðu er ekki síst fólgin í dýrmætu tjáningafrelsi þar sem við fáum rými til að tjá hug okkar óhrædd við afleiðingar, keik, mild og sterk.

Samstaða felst í að iðka hugsun, orði og aðgerðum.

Gefum rými til tjáningar og hlustum.

Höfundur er fjárfestir og félagskona Félags kvenna í atvinnulífinu. 




Skoðun

Sjá meira


×