Fótbolti

Blikar mjaka Íslandi upp fyrir Lúxemborg og Georgíu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gísli Eyjólfsson í sigurleiknum gegn Budućnost Podgorica.
Gísli Eyjólfsson í sigurleiknum gegn Budućnost Podgorica. Vísir/Hulda Margrét

Sigrar Breiðabliks í forkeppni Meistaraadeildar Evrópu í fótbolta karla mjakaði Íslandi upp um tvö sæti á styrkleikalista UEFA yfir deildarkeppni evrópskra þjóða. 

Blikar lögðu Tre Penne frá San Marínó og svartfellska liðið Budućnost Podgorica að velli í fyrstu umferðum forkeppninnar og höluðu þar inn 0,666 stigum. 

Ísland er þar af leiðandi í 45. sæti á styrkleikalistanum og skýtur Lúxemborg og Georgíu ref fyrir rass. 

Breiðblik mun mæta írska liðinu Shamrock Rovers heima og að heiman dagana 11. júlí og 18. eða 19. júlí næstkomandi  í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar.  

Sigurliðið í þeim leik mun svo mæta FC Köbenhavn í næstu umferð undankeppninnar. Með Kaupmannahafnarliðinu leika Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blikaliðsins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×