Biden má ekki afskrifa námslán fyrir 400 milljarða dala Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 23:25 Joe Biden var harðorður í garð hæstaréttar Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Evan Vucci/AP Hæstiréttur Bandaríkjana kvað í dag upp dóm þess efnis að áform Joes Biden Bandaríkjaforseta, um að afskrifa námslán allt að 43 milljóna Bandaríkjamanna, væru ólögmæt. Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum. Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Biden kynnti áform sín í ágúst á síðasta ári og í þeim felst að námslán, tekin hjá ríkinu, yrðu afskrifuð um allt að tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir þá sem þéna undir 125 þúsund dali á ári eða eru með heimilistekjur upp að 250 þúsund dölum. Allt að 43 milljónir lántaka uppfylla þau skilyrði og því hefði heildarkostnaður áformana geta verið allt að 400 millljarðar dala. Það gerir um 55 þúsund milljarða króna. Biden taldi sig hafa lagaheimild fyrir afskriftunum sem byggði á svokölluðum HEROES-lögum, lögum sem sett voru árið 2003 í þeim tilgangi að heimila forseta að takast á við neyðarástand í Bandaríkjunum, án aðkomu þingsins. Íhaldssamur hæstiréttur hélt nú ekki Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm sinn í málinu í dag, en sex ríki höfðu kært áform forsetans. Meirihluti réttarins taldi að Biden hefði farið út fyrir valdssvið sitt með áformunum og að samþykki löggjafans hefði þurft. AP greinir frá þessu. Sex dómarar, sem teljast til íhaldssamari hluta réttarins, gáfu lítið fyrir málatilbúnað ríkisstjórnar Bidens um að HEROES-lögin heimiluðu forsetanum að fara fram hjá þinginu. „Sex ríki kærðu á þeim forsendum að HEROES-lögin heimiluðu ekki afskriftirnar, og því erum við sammála,“ skrifaði John Roberts. forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, í áliti meirihlutans. Elena Kagan, einn þriggja frjálslyndari dómara, sagði í sératkvæði að meirihlutinn hefði virt vilja löggjafans og framkvæmdavaldins að vettugi, með þeim afleiðingum að draumur 43 milljóna Bandaríkjamanna um afskriftir sé úti. Hinir frjálslyndu dómararnir tveir skrifuðu undir sératkvæði hennar. Forsetinn hvergi af baki dottinn Joe Biden tilkynnti í dag að hann myndi leita nýrra leiða til þess að afskrifa námslánin og sagði dóm hæstaréttar vera til marks um hræsni Repúblikana. Hann sagðist munu ná áformum sínum í gegn með lögum um æðri menntun (e. Higher education act), sem sett voru árið 1965. Það sagði hann bestu leiðina til þess að hlaupa undir bagga með sem flestum lánþegum. Þá sagðist hann munu gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot hjá þeim mikla fjölda lánþega, sem munu þurfa að byrja aftur að greiða inn á námslán sín í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar. Afborgarnir námslána voru settar á ís í upphafi faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum en hefjast að óbreyttu aftur að mánuði liðnum.
Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira