„Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 30. júní 2023 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost. Breiðablik skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur var formsatriði. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn. „Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira