Samstarf

Parka Camping auð­veldar lífið í úti­legunni

Parka Camping
Parka Camping skapar mikil þægindi fyrir fólk á ferðalagi og er afar auðvelt í notkun.
Parka Camping skapar mikil þægindi fyrir fólk á ferðalagi og er afar auðvelt í notkun.

Parka Camping appið virkar bæði sem sjálfsafgreiðslu- og forbókunarkerfi fyrir ferðalanga sem ferðast um landið með tjald, húsbíl, tjaldvagn eða fellihýsi.

Það eina sem ferðalangar þurfa að gera er að mæta á tjaldsvæðið þar sem þeir geta skannað QR kóða eða farið á uppgefna slóð og skráð sig og greitt sjálfir fyrir viðveru á tjaldsvæðinu.

„Parka Camping skapar mikil þægindi fyrir fólk á ferðalagi,“ segir Arna Sigrún Haraldsdóttir, markaðsstjóri Parka Lausna. „Gestir sem skrá sig inn sjálfir losna við að fá tjaldsvæðisvörðinn í heimsókn um kvöldið eða snemma morguns sem gengur um tjaldsvæðið til að rukka fólk. Fyrir rekstraraðila tjaldsvæðisins er þetta hagkvæmt því með meiri sjálfsafgreiðslu þurfa tjaldsvæðaverðirnir ekki að ganga á milli allra gesta og geta því einbeitt sér að þrifum, viðhaldi og öðrum verkefnum.“

Hún segir misjafnt hvernig rekstraraðilar tjaldsvæða nota kerfið. „Við mælum með að þeir merki hvert stæði með númeri svo gestir viti nákvæmlega hvar þeir eiga að koma sér fyrir. Það er líka heppilegt fyrir alla sem koma á húsbíl að hafa sitt pláss bara fast og eiga ekki á hættu að einhver sé búinn að taka það ef maður skildi bregða sér frá tjaldsvæðinu í sund eða aðrar ferðir á bílnum.“

Mörgum finnst líka stressandi að leggja af stað í langferð og vera ekki viss hvort það verði laust pláss á tjaldsvæðinu eða ekki. „Þá er gott að geta verið búinn að forbóka. Með því að bóka fyrir fram geta rekstraraðilar boðið upp á ýmsa aðra þjónustu tengda tjaldsvæðinu. Nú er það í höndum hugmyndaríkra tjaldsvæðaeigenda að hugsa út fyrir boxið. Tjaldsvæðið við Berunes býður gestum sínum til dæmis upp á að kaupa morgunverð, VIP tjaldsvæðið á þjóðhátíð selur hleðslubanka með seldum miðum, aðrir eru með veiðileyfi o.s.frv. Það er svo margt hægt að gera.“

Það jafnast fátt á við góða útilegu yfir sumartímann. Tjaldstæðið á Egilsstöðum er eitt þeirra sem er í samstarfi við Parka Camping.

Hingað til hafa viðtökurnar almennt verið mjög góðar að sögn Örnu. „Helstu óánægjuraddirnar snúa að þeim misskilningi að það ekki sé lengur hægt að mæta á staðinn án þess að vera búinn að skipuleggja alla ferðina í þaula og hafa bókað fyrir fram. Forbókunin er aðeins valkostur fyrir þau sem það vilja. Það eru engin tjaldsvæði í viðskiptum við Parka Camping sem banna fólki að tjalda, hafi það ekki bókað fyrir fram.“

Forritararnir hjá Parka eru sífellt að laga og bæta við ýmis konar smáatriðum sem starfsfólk Parka, gestir og rekstraraðilar reka augun í. „Stærsti nýi eiginleikinn er að nú geta gestir breytt bókuninni sjálfir í gegnum takka í kvittuninni sinni og losnað þannig við að þurfa að hringja í tjaldsvæðið. Nýverið bættist líka við valkosturinn að geta gert hópabókun. Það er frábært fyrir ferðaskrifstofur eða til dæmis fólk sem er að plana ættarmót eða aðra viðburði.“

Parka Camping kerfið er í vafra og því hægt að nota í öllum snjalltækjum.

Nánari upplýsingar á parka.is/camping.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×