Umfjöllun, viðtal og myndir: Breiðablik - Buducnost 5-0 | Blikar sannfærandi í undankeppni Meistaradeildarinnar Andri Már Eggertsson skrifar 30. júní 2023 21:35 Þægilegt hjá Blikum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. Breiðablik byrjaði leikinn með látum. Það tók Viktor Karl Einarsson aðeins fimm mínútur að brjóta ísinn. Kristinn Steindórsson gerði vel í að renna boltanum inn fyrir vörn Buducnost á Viktor Karl sem átti hnitmiðað skot með fram jörðu. Það var markasúpa á KópavogsvelliVísir/Hulda Margrét Tæplega þremur mínútum seinna var Gísli Eyjólfsson felldur í teignum og dómarinn flautaði vítaspyrnu. Dómarinn skoðaði atvikið í VAR og komst að þeirri niðurstöðu að Marko Pavlovski hafi farið fyrst í boltann og tók vítaspyrnuna til baka. Kristinn Steindórsson spilaði vel í kvöldVísir/Hulda Margrét Annað mark Breiðabliks kom á 22. mínútu og það var í skrautlegri kantinum. Gísli Eyjólfsson ætlaði að senda boltann í gegn á Stefán Inga sem var á vinstri kantinum. Sendingin var mjög laus og var það misheppnuð að Gísli tók utan um hausinn á sér en boltinn endaði milli fóta Uros Ignjatovic og Stefán komst í gegn og skoraði. Stefán Ingi fagnaði markiVísir/Hulda Margrét Stefán Ingi lék sinn síðasta leik með BreiðablikiVísir/Hulda Margrét Yfirburðir Blika héldu áfram og næst var komið að Gísla Eyjólfssyni. Eftir mistök í vörn Buducnost datt boltinn beint fyrir Gísla rétt fyrir utan teig. Gísli lét vaða á markið og boltinn fór í stöngina og inn. Fyrirliðinn, Höskuldur Gunnlaugsson, var næstur á dagskrá. Stefán Ingi lagði boltann á Höskuld sem lék á varnarmann Buducnost og átti síðan laglegt skot rétt fyrir utan teig sem hafnaði í markinu. Það var nóg að gera hjá dómaranum í kvöldVísir/Hulda Margrét Breiðablik var 4-0 yfir í hálfleik. Eðli málsins samkvæmt datt leikurinn niður í síðari hálfleik. Þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti Breiðablik að fá augljósa vítaspyrnu. Viktor Karl fékk dauðafæri í teignum en Djordjije Pavlicic varði frá honum. Stefán Ingi náði frákastinu og tók skot af stuttu færi þar sem Damjan Dakic fékk boltann í hendina og það var með ólíkindum að Breiðablik fékk ekki vítaspyrnu. Jason Daði skoraði síðasta mark BreiðabliksVísir/Hulda Margrét Jason Daði Svanþórsson var búinn að vera inn á í þrjár mínútur þegar hann skoraði fimmta mark Breiðabliks. Jason vann boltann í öftustu línu og var ekki í vandræðum með að renna boltanum í markið. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik gekk hreint til verks strax í fyrri hálfleik. Breiðablik setti mikla orku í leikinn og keyrði yfir Buducnost strax á fyrstu mínútu. Blikar gengu frá leiknum í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu fjögur mörk og gátu haft það náðugt í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Stefán Ingi Sigurðarson var allt í öllu í sóknarleik Breiðabliks. Stefán Ingi er á förum frá Breiðabliki og var staðráðinn í að spila vel í kvöld. Stefán Ingi skoraði og lagði upp mark. Hvað gekk illa? Varnarleikur Buducnost var hreinasta hörmung. Svartfellingarnir gáfu þrjú mörk á silfurfati sem Breiðablik nýtti sér. Buducnost skapaði sér nánast engin færi í leiknum og Anton Ari þurfti sennilega ekki að fara í sturtu eftir leik. Hvað gerist næst? Blikar eru komnir í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar og þar mæta þeir Shamrock Rovers. Fyrst mætast liðin í Írlandi 11. júlí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Fótbolti
Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost og tryggði sér sæti í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Blikar mæta Shamrock Rovers frá Írlandi. Breiðablik byrjaði leikinn með látum. Það tók Viktor Karl Einarsson aðeins fimm mínútur að brjóta ísinn. Kristinn Steindórsson gerði vel í að renna boltanum inn fyrir vörn Buducnost á Viktor Karl sem átti hnitmiðað skot með fram jörðu. Það var markasúpa á KópavogsvelliVísir/Hulda Margrét Tæplega þremur mínútum seinna var Gísli Eyjólfsson felldur í teignum og dómarinn flautaði vítaspyrnu. Dómarinn skoðaði atvikið í VAR og komst að þeirri niðurstöðu að Marko Pavlovski hafi farið fyrst í boltann og tók vítaspyrnuna til baka. Kristinn Steindórsson spilaði vel í kvöldVísir/Hulda Margrét Annað mark Breiðabliks kom á 22. mínútu og það var í skrautlegri kantinum. Gísli Eyjólfsson ætlaði að senda boltann í gegn á Stefán Inga sem var á vinstri kantinum. Sendingin var mjög laus og var það misheppnuð að Gísli tók utan um hausinn á sér en boltinn endaði milli fóta Uros Ignjatovic og Stefán komst í gegn og skoraði. Stefán Ingi fagnaði markiVísir/Hulda Margrét Stefán Ingi lék sinn síðasta leik með BreiðablikiVísir/Hulda Margrét Yfirburðir Blika héldu áfram og næst var komið að Gísla Eyjólfssyni. Eftir mistök í vörn Buducnost datt boltinn beint fyrir Gísla rétt fyrir utan teig. Gísli lét vaða á markið og boltinn fór í stöngina og inn. Fyrirliðinn, Höskuldur Gunnlaugsson, var næstur á dagskrá. Stefán Ingi lagði boltann á Höskuld sem lék á varnarmann Buducnost og átti síðan laglegt skot rétt fyrir utan teig sem hafnaði í markinu. Það var nóg að gera hjá dómaranum í kvöldVísir/Hulda Margrét Breiðablik var 4-0 yfir í hálfleik. Eðli málsins samkvæmt datt leikurinn niður í síðari hálfleik. Þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti Breiðablik að fá augljósa vítaspyrnu. Viktor Karl fékk dauðafæri í teignum en Djordjije Pavlicic varði frá honum. Stefán Ingi náði frákastinu og tók skot af stuttu færi þar sem Damjan Dakic fékk boltann í hendina og það var með ólíkindum að Breiðablik fékk ekki vítaspyrnu. Jason Daði skoraði síðasta mark BreiðabliksVísir/Hulda Margrét Jason Daði Svanþórsson var búinn að vera inn á í þrjár mínútur þegar hann skoraði fimmta mark Breiðabliks. Jason vann boltann í öftustu línu og var ekki í vandræðum með að renna boltanum í markið. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik gekk hreint til verks strax í fyrri hálfleik. Breiðablik setti mikla orku í leikinn og keyrði yfir Buducnost strax á fyrstu mínútu. Blikar gengu frá leiknum í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu fjögur mörk og gátu haft það náðugt í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Stefán Ingi Sigurðarson var allt í öllu í sóknarleik Breiðabliks. Stefán Ingi er á förum frá Breiðabliki og var staðráðinn í að spila vel í kvöld. Stefán Ingi skoraði og lagði upp mark. Hvað gekk illa? Varnarleikur Buducnost var hreinasta hörmung. Svartfellingarnir gáfu þrjú mörk á silfurfati sem Breiðablik nýtti sér. Buducnost skapaði sér nánast engin færi í leiknum og Anton Ari þurfti sennilega ekki að fara í sturtu eftir leik. Hvað gerist næst? Blikar eru komnir í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar og þar mæta þeir Shamrock Rovers. Fyrst mætast liðin í Írlandi 11. júlí.