Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2023 21:25 Sean Caddle var dæmdur í 24 ára fangelsi í Newark í New Jersey í dag fyrir að hafa borgað tveimur mönnum til að drepa kollega sinn. Samsett/Twitter/Getty Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Sean Caddle, pólitískur ráðgjafi frá New Jersey sem hefur starfað fyrir fjölda Demókrata í ríkinu, játaði að hafa ráðið tvo menn til að myrða Michael Galdieri, þann 22. maí 2014. Mennirnir tveir stungu Galdieri til bana, helltu bensíni um alla íbúð og kveiktu í henni. Galdieri starfaði einnig í stjórnmálum, var sonur fyrrum ríkisþingmanns í New Jersey og þekkti Caddle náið í gegnum störf sín. Eftir jarðarför Galdieri mætti Caddle í erfidrykkjuna og huggaði þar syrgjandi systur hans. Héraðsdómarinn John Michael Vazques lýsti morðinu sem einu „svívirðilegasta“ máli sem hann hefði dæmt í á ferli sínum. Kom fjárkúgara fyrir kattarnef Í vikunni kom svo í ljós hvers vegna Caddle hafði fyrir því að láta myrða Galdieri. Caddle greindi saksóknurum frá því að Galdieri hefði reynt að fjárkúga sig í skiptum fyrir það að ljóstra ekki upp um misgjörðir Caddle í gegnum pólitískan ráðgjafaferil hans. Ekki er enn ljóst hve mikla fjármuni Galdieri reyndi að hafa af Caddle eða hvaða misgjörðir hann hótaði að ljóstra upp um. Raymond Lesniak, ríkisþingmaður New Jersey sem Caddle starfaði fyrir, lýsti málinu sem „furðulegasta hlut sem ég hef upplifað á ævi minni.“ Algjört happ að málið leystist Það vakti mikla athygli þegar saksóknarar tilkynntu um játningu Caddle snemma árs 2022 og leystu þar með dularfullt morðmálið sem hafði verið óleyst í átta ár. Í raun var það algjört happ að saksóknarar komust á spor um hlut Caddle í málinu. George Bratsenis, sem var dæmdur árið 2014 fyrir bankarán í Connecticut, greindi yfirvöldum frá því, algjörlega að eigin frumkvæði, að hann hefði upplýsingar um morðmál frá sama ári. Bratsenis var síðan dæmdur í sextán ára fangelsi eftir að hafa játað sekt sína í morðinu á Galdieri. Samverkamaður hans, Bomani Africa, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Almennt í Bandaríkjunum er lágmarksrefsing fyrir samsæri um morð sem leiðir til dauða lífstíðarfangelsi en í tilfelli Caddle hlaut hann vægari dóm vegna þess að hann átti ekki eldri sögu um ofbeldisfulla glæpi og aðstoðaði við lausn málsins og annarra mála.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira