Stjórnvöld eru ekki hafin yfir lög Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar 29. júní 2023 11:00 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Eyjólfur Árni Rafnsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld, en óstöðugleiki, þungt regluverk og aðrar kvaðir hamla atvinnulífinu og koma að endingu niður á lífskjörum okkar. Í alþjóðlegum úttektum hefur ítrekað verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanleg staða. Í þessu ljósi ber að skoða fyrirvaralausa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun á veiðum á langreyðum. Ráðherra telur veiðarnar ekki standast kröfur laga um velferð dýra og vísar þar til álits fagráðs sem var birt daginn áður en ákvörðun ráðherra var tekin. MAST hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra hafi ekki verið brotin. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis þann 23. maí síðastliðinn sagði ráðherra að afturköllun leyfisins væri íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að slík ákvörðun þyrfti skýra lagastoð sem ekki væri til staðar. Jafnframt sagði hún að ef banna ætti hvalveiðar þyrfti Alþingi að taka málið til umfjöllunar. Það hefur ekki verið gert og álit fagráðs, sem er ekki lögfræðiálit, verður ekki lagt að jöfnu við sett lög frá Alþingi. Árið 2016 leitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til ríkislögmanns og óskaði eftir áliti hans á lögmæti hvalveiða. Í svari ríkislögmanns sagði meðal annars að þegar sérstakar ástæður eru ekki fyrir hendi verði löggjafinn að taka afstöðu til þess hvort banna eigi veiðar á langreyðum almennt en reglugerð nægi ekki í því efni. Það styðjist einnig við áskilnað 75. gr. stjórnarskrárinnar um að lagafyrirmæli þurfi til ef skerða eigi atvinnufrelsi. Þá benti hann á að slík lagasetning yrði enn fremur að styðjast við efnisleg rök, almannahagsmuni og að meðalhófs verði gætt. Ekki er að sjá að ráðherra hafi gætt nægilega að þessu. Ákvörðunin hróflar við stjórnarskrárbundnum rétti til atvinnu og sviptir á annað hundrað manns lífsviðurværi sínu. Enn fremur verður ekki af þeim afleiddu störfum og þjónustu sem samfélagið hefði annars notið góðs af. Þetta er áfall fyrir alla sem höfðu væntingar til þess að veiðar hæfust og að afkoma þeirra væri tryggð á tímabilinu. Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við þá stjórnsýslu sem ráðherra hefur viðhaft við ákvarðanatökuna. Reglugerð um fyrirvaralaust tímabundið bann við hvalveiðum skortir lagastoð og fer í bága við stjórnskipulega meðalhófsreglu. Þá felur sú aðferð ráðherra að mæla fyrir um bannið í reglugerð, í stað þess að fylgja reglum stjórnsýslulaga, í sér að ráðherra misbeitir valdi við val á leiðum til úrlausnar á málinu. Ráðherra kemur sér þannig hjá málsmeðferð stjórnsýslulaga, en með þeim lögum eru borgurum tryggð réttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld og stjórnvöldum er að sama skapi settur ákveðinn rammi um hvernig skuli standa að stjórnvaldsákvörðunum. Það er ljóst að sú stjórnsýsla sem ráðherra hefur viðhaft fylgir ekki þeim ramma. Andmælaréttur var ekki virtur og heldur ekki rannsóknarregla. Þetta eru meginþættir í lögfræðiáliti LEX lögmannsstofu um lögmæti ákvörðunar ráðherra sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) óskuðu eftir. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs er að miklu leyti háð ákvörðunum Alþingis, en um íslenskt atvinnulíf gilda víðfeðm lög og regluverk sem fyrirtækin kappkosta við að fara eftir. Aftur á móti nær regluverkið ekki einungis til atvinnulífsins heldur einnig til stjórnvalda. Óvönduð stjórnsýsla, líkt og sú sem reifuð hefur verið hér að ofan, grefur undan samkeppnishæfni og trúverðugleika atvinnulífsins. Það er skýlaus krafa íslensks atvinnulífs að stjórnvöld fari að lögum og vandi til verka. Það er til mikils að vinna. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun