Simone Biles snýr aftur og keppir í fyrsta sinn síðan á ÓL í Tokýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 08:00 Simone Biles hætti óvænt keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó en snýr nú aftur tveimur árum síðar. AP/Rebecca Blackwell Bandaríska fimleikakonan Simone Biles hefur nú tilkynnt að hún muni snúa aftur inn á fimleikagólfið á U.S. Classic mótinu í Chicago í byrjun ágúst. Þetta verður hennar fyrsta keppni síðan á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir tveimur árum. Biles mun taka þátt í þessu eins dags móti sem fer fram 5. ágúst næstkomandi. Biles er sjöfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og Ólympíumeistari frá 2016. Hún var á góðri leið með að verða besta fimleikakona sögunnar þegar hún dró sig óvænt úr keppni á leikunum í Tókýó þegar flestir spáðu henni fjölda gullverðlauna. BREAKING: Simone Biles is back.The gymnastics superstar plans to return to competition at the U.S. Classic outside Chicago in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics. That event is roughly a year before the Paris Games. https://t.co/0ZW2RxdX1U pic.twitter.com/Xsj84NW4gG— AP Sports (@AP_Sports) June 28, 2023 Biles sagði ástæðurnar vera andlegar og hún vakti um leið mikla athygli að glímu íþróttafólks við andleg veikindi. Hún hefur haldið uppi þeirri baráttu síðan. Pressan var svakaleg á Biles á þessum leikum enda líklegast stærsta stjarna Ólympíuóðra Bandaríkjamanna á ÓL í Tókýó. Biles glímdi við óöryggi í loftinu í stökkum sínum, fékk svokallaða „twisties“ en fimleikafólk missir þá tilfinningu fyrir stöðu sinni þegar þau eru í stökkum sínum. Biles tók sér tveggja ára frí frá keppni og margir héldu eflaust að hún væri hætt. Á þessum tíma hefur hún meðal annars gift stig NFL-leikmanninum Jonathan Owens. Simone Biles plans to compete at the U.S. Classic in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics pic.twitter.com/avQHZN5Yxi— ESPN (@espn) June 28, 2023 Biles er nú 26 ára gömul en þessi endurkoma hennar ýtir undir möguleikann á því að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hún vann bronsverðlaun á jafnvægislá á ÓL í Tókýó og jafnaði þar bandaríska metið yfir flest verðlaun hjá fimleikakonu á leikunum. Shannon Miller á metið með henni. Meðal mótherja Biles á mótinu verður Sunisa Lee sem vann gullverðlaun í fjölþrautinni á ÓL í Tókýó. Fimleikar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Þetta verður hennar fyrsta keppni síðan á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir tveimur árum. Biles mun taka þátt í þessu eins dags móti sem fer fram 5. ágúst næstkomandi. Biles er sjöfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum og Ólympíumeistari frá 2016. Hún var á góðri leið með að verða besta fimleikakona sögunnar þegar hún dró sig óvænt úr keppni á leikunum í Tókýó þegar flestir spáðu henni fjölda gullverðlauna. BREAKING: Simone Biles is back.The gymnastics superstar plans to return to competition at the U.S. Classic outside Chicago in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics. That event is roughly a year before the Paris Games. https://t.co/0ZW2RxdX1U pic.twitter.com/Xsj84NW4gG— AP Sports (@AP_Sports) June 28, 2023 Biles sagði ástæðurnar vera andlegar og hún vakti um leið mikla athygli að glímu íþróttafólks við andleg veikindi. Hún hefur haldið uppi þeirri baráttu síðan. Pressan var svakaleg á Biles á þessum leikum enda líklegast stærsta stjarna Ólympíuóðra Bandaríkjamanna á ÓL í Tókýó. Biles glímdi við óöryggi í loftinu í stökkum sínum, fékk svokallaða „twisties“ en fimleikafólk missir þá tilfinningu fyrir stöðu sinni þegar þau eru í stökkum sínum. Biles tók sér tveggja ára frí frá keppni og margir héldu eflaust að hún væri hætt. Á þessum tíma hefur hún meðal annars gift stig NFL-leikmanninum Jonathan Owens. Simone Biles plans to compete at the U.S. Classic in early August, her first event since the 2020 Tokyo Olympics pic.twitter.com/avQHZN5Yxi— ESPN (@espn) June 28, 2023 Biles er nú 26 ára gömul en þessi endurkoma hennar ýtir undir möguleikann á því að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hún vann bronsverðlaun á jafnvægislá á ÓL í Tókýó og jafnaði þar bandaríska metið yfir flest verðlaun hjá fimleikakonu á leikunum. Shannon Miller á metið með henni. Meðal mótherja Biles á mótinu verður Sunisa Lee sem vann gullverðlaun í fjölþrautinni á ÓL í Tókýó.
Fimleikar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira