Hopp leitar eftir fjármögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500

Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps.