„Þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 20:28 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, var allt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara grátlegt, alveg grátlegt,“ sagði niðurlútur Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. „Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
„Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50