Fegrunaraðgerð Íslandsbanka Sigmar Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 08:00 Það er dapurlegt að lesa um hvernig stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka virðast hafa aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram var bankinn í meirihlutaeigu ríkisins. Eignin sem verið var að selja var ríkiseign. Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbubisness fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið. Til viðbótar við lögbrotin og hirðuleysið er síðan eitt atriði sem mér finnst ekki síður alvarlegt. Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi. Yfirlýsingin er ekkert annað en fegrunaraðgerð, þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með einhverjum orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn. Það fyrsta sem almenningur heyrir frá bankanum, eftir lögbrot hans við að selja eigur þessa sama almennings, er villandi orðasalat þar sem markvisst er reynt að gera minna úr málinu en efni standa til. Bankastjórinn fór síðan í viðtal og fullyrti að sáttin væri í raun traustsyfirlýsing fjármálaeftirlitsins til stjórnar og bankastjóra! Þegar þau orð féllu hafði bankastjórinn lesið skýrsluna og þann áfellisdóm sem hún hefur að geyma um bankann. Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti traust almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign. Það þurfa stjórnvöld líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að lesa um hvernig stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka virðast hafa aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram var bankinn í meirihlutaeigu ríkisins. Eignin sem verið var að selja var ríkiseign. Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbubisness fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið. Til viðbótar við lögbrotin og hirðuleysið er síðan eitt atriði sem mér finnst ekki síður alvarlegt. Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi. Yfirlýsingin er ekkert annað en fegrunaraðgerð, þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með einhverjum orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn. Það fyrsta sem almenningur heyrir frá bankanum, eftir lögbrot hans við að selja eigur þessa sama almennings, er villandi orðasalat þar sem markvisst er reynt að gera minna úr málinu en efni standa til. Bankastjórinn fór síðan í viðtal og fullyrti að sáttin væri í raun traustsyfirlýsing fjármálaeftirlitsins til stjórnar og bankastjóra! Þegar þau orð féllu hafði bankastjórinn lesið skýrsluna og þann áfellisdóm sem hún hefur að geyma um bankann. Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti traust almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign. Það þurfa stjórnvöld líka að gera.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun