„Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:59 Arnar var sáttur með sigurinn í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson var ánægður en stóískur eftir þriggja marka sigur Vals gegn ÍBV í Bestu deild karla. Þrátt fyrir öruggan sigur að lokum fannst Arnari leikurinn vera jafnari en tölurnar gefa til kynna. „Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum. Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum.
Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti