Rannsókn og ákvörðun Haukur Arnþórsson skrifar 23. júní 2023 11:30 Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Hvalveiðar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar