Stórfelld uppbygging hagkvæmra íbúða Ingibjörg Isaksen skrifar 23. júní 2023 07:18 Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað. Stofnframlög og hlutdeildarlán Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði. Samfélagslega mikilvægt Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað. Stofnframlög og hlutdeildarlán Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði. Samfélagslega mikilvægt Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun