Höldum okkur við staðreyndir um hvalveiðibannið Katrín Oddsdóttir skrifar 22. júní 2023 17:32 1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Katrín Oddsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
1. Það að banna starfsemi sem nefnd sérfræðinga fullyrðir einum rómi að brjóti gegn lögum er ekki ófalegt. Það væri hins vegar ófaglegt að gera það ekki. 2. Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnu sína, hvað þá með litlum fyrirvara. Hins vegar má ekki gleyma því að ástæða þess að skýrsla MAST um hvaleiðarnar kom ekki fram fyrr en í maí, var sú að Hvalur hf. bað um ítrekaða fresti til frekari andmæla. Skýrslan var tilbúin í drögum í janúar. Þessi dráttur er fyrst og fremst ástæða þess að niðurstaða Fagráðsins um að veiðarnar séu ólögmætar kom ekki fram fyrr. Um leið og ólögmætið liggur fyrir verður hins vegar ráðherra að bregaðast við og það gerði Svandís. Athafnaleysisbrot geta varðar ráðherraábyrgð. 3. Það er mikið af störfum í boði og fólk á ekki rétt á að starfa í ólögmætri starfsemi. Dæmi um sérhæfð sjómannsstörf í boði er til dæmis hér. 4. Ekki er rétt að um 200 full störf hjá Hvali hf. tapist við að þetta bann sé sett á. Samkvæmt ársreikningum félagins eru um 40 störf á ársgrundvelli við hvalveiðar. 5. Frá því að Hvalur fékk leyfi árið 2009 til að veiða langreyðar hefur félagið veitt að meðaltali annað hvert ár. Þetta þýðir að flestir starfsmennirnir sem um ræðir eru ekki með langtímaatvinnuöryggi í þessum atvinnurekstri. 6. Meðalhóf í stjórnsýslu þýðir að fara ekki harðar fram en nauðsyn krefur við beitingu opinbers valds. Hér hefur ekki verið brotið gegn meðalhófi svo ég fái séð. Eftir að hafa legið yfir alls kyns málum tengdum starfsemi Hvals hf. leyfi ég mér að deila þeirri skoðun minni hér að miklu frekar sé um alvarlega og kerfislæga linkind að ræða hvað varðar þetta félag, þegar það kemur að íslenskri stjórnsýslu. Brot á reglugerðum eru látin óátalin og endalausir frestir veittir, án þess að fyrir slíku sé sérstök nauðsyn eða lagastoð. Þá er lögbundnum viðurlögum vegna brota á reglum sjaldnast beitt. 7. Talandi um viðurlög, þá megum við ekki gleyma því að lög um velferð dýra eru mikilvæg og nýleg lög sem þjóna göfugum tilgangi. Þar segir að ef brotið er gegn ákvæðum laganna geti það varðar sektum og jafnvel fangelsun. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að starfsmenn Hvals hf. hefðu endað bak við lás en það þarf samt að draga þennan punkt fram í dagsljósið áður en við förum að tala um þessi störf, sem langflest eru sumarstörf, eins og fólk hafi átt til þeirra skýlausan rétt. 8. Ný skýrsla sem unnin er að sjávarlíffræðing að beiðni Matvælaráðherra og birtist í dag sýnir það mikilvæga púsl sem við megum ekki missa sjónar á, sem er að þessi dýr þjóna vistkerfinu og loftslaginu með afar jákvæðum hætti. Stóra myndin má ekki hverfa í reykinn sem reiðin yfir störfum fólks kann að skapa. Sem betur fer mun enginn svelta og það er gott atvinnuástand á landinu. Við erum væntanlega öll sammála um að betra hefði verið að þessi ákvörðun hefði komið fyrr, og sjálf barðist ég fyrir því sem lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en ég held að Svandís Svavarsdóttir hafi ekki viljað taka hana nema fagleikinn væri óumdeildur og til þess þurfti álit sem staðfesti með skýrum hætti lögbrot. Það lá loks fyrir með niðurstöðu fagráðs. Höfundur er mannréttindalögfræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun