110 sm hrygna veiddist í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2023 10:21 Gísli með 110 sm hrygnuna úr Blöndu Blanda er vel þekkt fyrir stóra laxa og í gær veiddist einn af þeim og er enn sem komið stærsti laxinn sem veiðst hefur í sumar. Laxinn sem um ræðir var 110 sm hrygna sem tók Svartan Frances og var flugunni kastað norðan meginn af Breiðunni sem er líklega einn þekktasti veiðistaður Blöndu. Veiðimaðurinn var Gísli Vilhjálmsson og honum til aðstoðar var Þorsteinn Hafþórsson. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykk og flott hrygna sem hefur greinilega verið í ánni í einhvern tíma því ekki er hún nýgengin eins og sjá má á útliti hrygnunar. Þetta er glæsilegur lax og Veiðivísir óskar veiðimanni til lukku með fenginn. Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði
Laxinn sem um ræðir var 110 sm hrygna sem tók Svartan Frances og var flugunni kastað norðan meginn af Breiðunni sem er líklega einn þekktasti veiðistaður Blöndu. Veiðimaðurinn var Gísli Vilhjálmsson og honum til aðstoðar var Þorsteinn Hafþórsson. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykk og flott hrygna sem hefur greinilega verið í ánni í einhvern tíma því ekki er hún nýgengin eins og sjá má á útliti hrygnunar. Þetta er glæsilegur lax og Veiðivísir óskar veiðimanni til lukku með fenginn.
Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði