Leita á meðan vonin lifir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 13:00 Sérfræðingar höfðu áhyggjur af Títan fyrir nokkrum árum. AP/OceanGate Expeditions Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. Verið var að kafa bátnum að flaki skipsins Titanic sem liggur á tæplega fjögurra kílómetra dýpi um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Samband við kafbátinn slitnaði á sunnudagsmorgun en fimm manns voru um borð. Talið er að súrefnið um borð í kafbátnum gæti í mesta lagi dugað fram á fimmtudagsmorgun. Sjá einnig: Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Áhöfn kanadískrar flugvélar heyrði í gær hljóð sem hefur verið lýst sem bankhljóði og mun það hafa heyrst á um hálftíma fresti í minnst fjórar klukkustundir. Hljóðið heyrðist með sérstakri bauju sem varpað er úr flugvélum og notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Aðmírállinn John Mauger, frá Strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, segir að finna megi mjög marga málmhluti við flak Titanic, sem gætu gefið frá sér sambærilegt hljóð. Uppruni hljóðsins sé enn óljós. Mauger sagði einnig, samkvæmt frétt BBC, að leitinni yrði haldið áfram svo lengi sem talinn væri möguleiki á því að mennirnir um borð í kafbátnum gætu verið á lífi. Hér að neðan má sjá hvernig leitað hefur verið. Press release for the establishment of the Unified Command for the 21-foot submersible, Titan, 900 miles east of Cape Cod click here: https://t.co/yvhGizVnw7#Titanic pic.twitter.com/fJPaYvovB5— USCGNortheast (@USCGNortheast) June 21, 2023 Höfðu áhyggjur af kafbátnum Kafbáturinn sem er týndur er í eigu fyrirtækisins OceanGate Expeditions. New York Times sagði frá því á dögunum að innan fyrirtækisins hefðu menn áhyggjur af bátnum og sögðu hann þurfa mun meiri vinnu og prófanir. Það var árið 2018 en þá skrifaði einn af yfirmönnum OceanGate harðorðaða skýrslu um stöðu kafbátsins. Aðrir sérfræðingar slógu á svipaða strengi í bréfi til Stockton Rush, yfirmanns OceanGate, og sögðu varhugavert framferði fyrirtækisins gæti haft alvarlegar afleiðingar. Kvörtunin sneri að því að Rush neitaði þá að láta sérfræðinga skoða bátinn og votta hann. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Hér að neðan má sjá viðtal Reuters við tvo menn sem hafa farið með kafbátnum. CBS reporter David Pogue and the Simpsons writer Mike Reiss describe what it was like inside the Titan, the missing submersible which disappeared while taking tourists to see the wreckage of the Titanic https://t.co/rHr3lBSspC pic.twitter.com/2I2p5cuzt9— Reuters (@Reuters) June 21, 2023 Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Verið var að kafa bátnum að flaki skipsins Titanic sem liggur á tæplega fjögurra kílómetra dýpi um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Samband við kafbátinn slitnaði á sunnudagsmorgun en fimm manns voru um borð. Talið er að súrefnið um borð í kafbátnum gæti í mesta lagi dugað fram á fimmtudagsmorgun. Sjá einnig: Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Áhöfn kanadískrar flugvélar heyrði í gær hljóð sem hefur verið lýst sem bankhljóði og mun það hafa heyrst á um hálftíma fresti í minnst fjórar klukkustundir. Hljóðið heyrðist með sérstakri bauju sem varpað er úr flugvélum og notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Aðmírállinn John Mauger, frá Strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, segir að finna megi mjög marga málmhluti við flak Titanic, sem gætu gefið frá sér sambærilegt hljóð. Uppruni hljóðsins sé enn óljós. Mauger sagði einnig, samkvæmt frétt BBC, að leitinni yrði haldið áfram svo lengi sem talinn væri möguleiki á því að mennirnir um borð í kafbátnum gætu verið á lífi. Hér að neðan má sjá hvernig leitað hefur verið. Press release for the establishment of the Unified Command for the 21-foot submersible, Titan, 900 miles east of Cape Cod click here: https://t.co/yvhGizVnw7#Titanic pic.twitter.com/fJPaYvovB5— USCGNortheast (@USCGNortheast) June 21, 2023 Höfðu áhyggjur af kafbátnum Kafbáturinn sem er týndur er í eigu fyrirtækisins OceanGate Expeditions. New York Times sagði frá því á dögunum að innan fyrirtækisins hefðu menn áhyggjur af bátnum og sögðu hann þurfa mun meiri vinnu og prófanir. Það var árið 2018 en þá skrifaði einn af yfirmönnum OceanGate harðorðaða skýrslu um stöðu kafbátsins. Aðrir sérfræðingar slógu á svipaða strengi í bréfi til Stockton Rush, yfirmanns OceanGate, og sögðu varhugavert framferði fyrirtækisins gæti haft alvarlegar afleiðingar. Kvörtunin sneri að því að Rush neitaði þá að láta sérfræðinga skoða bátinn og votta hann. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Hér að neðan má sjá viðtal Reuters við tvo menn sem hafa farið með kafbátnum. CBS reporter David Pogue and the Simpsons writer Mike Reiss describe what it was like inside the Titan, the missing submersible which disappeared while taking tourists to see the wreckage of the Titanic https://t.co/rHr3lBSspC pic.twitter.com/2I2p5cuzt9— Reuters (@Reuters) June 21, 2023
Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira