Skatturinn tekur áskriftarréttindi Kviku til skoðunar
![Hvað Kviku varðar hefði ákvörðun um að skattleggja áskriftarréttindi sem launatekjur engin neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins. Þvert á móti gæti hún haft lítillega jákvæð áhrif á afkomuna](https://www.visir.is/i/15D3B0671612C8FB007F551B594013B110CF2B6A53F6E4505D30F0E84B676E9B_713x0.jpg)
Skattayfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort skattleggja eigi áskriftarréttindi í Kviku, sem voru seld starfsmönnum fjármálafyrirtækisins á árunum 2017 til 2019, sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur. Niðurstaða í málinu mun varða tugi starfsmanna Kviku, jafnvel hátt í hundrað, og leiðréttingin á skattgreiðslum gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.