Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 08:50 Samuel Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. EPA/Erin Schaff Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica segja Alito hafa þáð far til Alaska árið 2008. Þá fór hann í veiðiferð með auðjöfrinum Paul Singer og gisti í veiðiskála þar sem nóttin kostaði rúma þúsund dali, sem í dag er um 135 þúsund krónur. Alito þurfti þó ekki að greiða fyrir gistinguna í veiðiskálanum, sem var í eigu annars auðjöfurs. Ef Alito hefði ekki fengið far með Singer og leigt sér sjálfur flugvél hefði það kostað meira en hundrað þúsund dali, sem í dag er um 13,5 milljónir króna, aðra leiðina. Dómarinn gerði ekki grein fyrir ferðalaginu og flugferðinni, en samkvæmt lögum eiga hæstaréttardómarar að gera grein fyrir flestum gjöfum sem þeir fá á hagsmunaskrá þeirra. Síðan þá hefur fjárfestingarsjóður Singer rakið minnst tíu mál fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna og Alito hefur aldrei stigið til hliðar. Í einu af þessum málum fjallaði Hæstiréttur um deilur fjárfestingarsjóðs Singer við ríkisstjórn Argentínu. Sjö dómarar úrskurðuðu í vil Singer og var Alito einn af þeim en fjárfestingarsjóðurinn fékk 2,4 milljarða dala í greiðslur vegna deilunnar. Fáar hömlur á dómurum „Ef þeir voru góður vinir, af hverju er hann að úrskurða í þessu máli?“ spurði Charles Geyh, einn siðferðissérfræðingur í samtali við Pro Publica. „Og ef þeir voru ekki góðir vinir, af hverju tekur hann við þessari gjöf.“ Hæstaréttardómarar ráða sér að mestu leyti sjálfir varðandi siðferðismál og eru fáar hömlur á því hvaða gjöfum þeir mega taka á móti, öfugt við aðra opinbera starfsmenn vestanhafs, sem mega í lang flestum tilfellum ekki taka við neinum gjöfum. Þá eru dómararnir sjálfir þeir einu sem eiga að segja til um hvort þeir eigi að segja sig frá málum eða ekki vegna mögulegra hagsmunaárekstra. Hafa fjallað um aðra dómara Pro Publica hefur á undanförnum mánuðum fjallað um aðrar gjafir sem hæstaréttardómarinn Clarence Thomas fékk frá öðrum hægri sinnuðum auðjöfri. Sá greiddi skólagjöld fyrir Thomas, keypti hús móður dómarans og leyfði henni að búa þar áfram, og greiddi fyrir lúxusferðir sem þeir fóru í saman. Thomas greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og lög segja að hann hafi átt að gera. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch greindi einnig ekki frá því þegar hann seldi landareign til forstjóra einnar stærstu lögfræðistofu Bandaríkjanna sem rekur reglulega mál fyrir Hæstarétti. Þeir Alito, Thomas og Gorsuch voru skipaðir af forsetum Repúblikanaflokksins og eru taldir mjög íhaldssamir. Singer hefur verið viðloðinn Repúblikanaflokkinn um langt skeið en fjármagnaði til að mynda gerð Steele skýrslunnar svokölluðu á árum áður en það var skýrsla sem fjallaði meðal annars um möguleg tengsl Donald Trump við Rússland. Ferðin skipulögð af áhrifamiklum íhaldsmanni Veiðiferðin 2008 var skipulögð af Leonard Leo, sem hefur lengi verið í forsvari fyrir Federalist Society. Það eru stór og áhrifamikil samtök íhaldssamra lögmanna sem hafa verið mjög viðloðin ferlið að skipa alríkis og hæstaréttardómara undanfarin ár. Sjá einnig: Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Trump sleit til að mynda samstarfi Hvíta hússins við Lögmannasamtök Bandaríkjanna, þau stærstu í Bandaríkjunum, og leitaði þess í stað eingöngu til Federalist Society við leitina að dómurum. Samkvæmt Pro Publica bauð Leo Singer í veiðiferðina og spurði auðjöfurinn hvort Alito mætti ferðast til Alaska í einkaflugvél hans. Singer og íhaldssami auðjöfurinn sem átti veiðiskálann höfðu báðir gefið Leo og samtökum hans mikla fjármuni. Singer er sagður hafa gefið pólitískum sjóðum Repúblikana minnst áttatíu milljónir dala á síðustu tíu árum. Gagnrýndi grein sem hann hafði ekki lesið Pro Publica sendi Alito fyrirspurn vegna rannsóknar miðilsins. Í stað þess að svara henni, fékk dómarinn birta grein á vef Wall Street Journal í gær. Sú grein bar titilinn „Pro Publica afvegaleiðir lesendur sína“ en í henni heldur hæstaréttardómarinn því fram að hann hafi ekkert gert af sér og sakar Pro Publica um ósanngirni í grein sem hann hafði ekki lesið. Justice Alito didn't answer our questions. Instead, he wrote an opinion piece attacking as unfair a story he hadn't read.https://t.co/yt86t05lTo https://t.co/1hldh3krKx— ProPublica (@propublica) June 21, 2023 Alito segir að Pro Publica haldi því fram að hann hefði átt að segja sig frá málum tengdum Singer og að hann hefði átt að skrá ferðina í hagsmunaskrá sína. Alito segir að hann hafi alls ekki þurft að segja sig frá neinum málum tengdum Singer. Hann hafi einungis nokkrum sinnum talað við hann og aldrei um mál sem farið hafi fyrir Hæstarétt. Þá segir Alito að ef hann hefði ekki farið með einkaflugvél Singer til Alaska hefði sætið verið tómt. Því hefði farið ekki kostað Singer neitt og að löggæsluembætti sem vernda dómara hefði komist hjá miklum kostnaði með því að hann þáði það. Hæstaréttardómarinn segist meta það svo að þetta hafi engin áhrif haft á getu hans til að fjalla um mál sem tengjast Singar á eðlilegan hátt. Alito segir einnig að hann og aðrir hæstaréttardómarar að ókeypis gisting og ókeypis ferðalög væri ekki eitthvað sem þyrfti að gera grein fyrir. Það eigi við ferð hans til Alaska og gistinguna þar. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica segja Alito hafa þáð far til Alaska árið 2008. Þá fór hann í veiðiferð með auðjöfrinum Paul Singer og gisti í veiðiskála þar sem nóttin kostaði rúma þúsund dali, sem í dag er um 135 þúsund krónur. Alito þurfti þó ekki að greiða fyrir gistinguna í veiðiskálanum, sem var í eigu annars auðjöfurs. Ef Alito hefði ekki fengið far með Singer og leigt sér sjálfur flugvél hefði það kostað meira en hundrað þúsund dali, sem í dag er um 13,5 milljónir króna, aðra leiðina. Dómarinn gerði ekki grein fyrir ferðalaginu og flugferðinni, en samkvæmt lögum eiga hæstaréttardómarar að gera grein fyrir flestum gjöfum sem þeir fá á hagsmunaskrá þeirra. Síðan þá hefur fjárfestingarsjóður Singer rakið minnst tíu mál fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna og Alito hefur aldrei stigið til hliðar. Í einu af þessum málum fjallaði Hæstiréttur um deilur fjárfestingarsjóðs Singer við ríkisstjórn Argentínu. Sjö dómarar úrskurðuðu í vil Singer og var Alito einn af þeim en fjárfestingarsjóðurinn fékk 2,4 milljarða dala í greiðslur vegna deilunnar. Fáar hömlur á dómurum „Ef þeir voru góður vinir, af hverju er hann að úrskurða í þessu máli?“ spurði Charles Geyh, einn siðferðissérfræðingur í samtali við Pro Publica. „Og ef þeir voru ekki góðir vinir, af hverju tekur hann við þessari gjöf.“ Hæstaréttardómarar ráða sér að mestu leyti sjálfir varðandi siðferðismál og eru fáar hömlur á því hvaða gjöfum þeir mega taka á móti, öfugt við aðra opinbera starfsmenn vestanhafs, sem mega í lang flestum tilfellum ekki taka við neinum gjöfum. Þá eru dómararnir sjálfir þeir einu sem eiga að segja til um hvort þeir eigi að segja sig frá málum eða ekki vegna mögulegra hagsmunaárekstra. Hafa fjallað um aðra dómara Pro Publica hefur á undanförnum mánuðum fjallað um aðrar gjafir sem hæstaréttardómarinn Clarence Thomas fékk frá öðrum hægri sinnuðum auðjöfri. Sá greiddi skólagjöld fyrir Thomas, keypti hús móður dómarans og leyfði henni að búa þar áfram, og greiddi fyrir lúxusferðir sem þeir fóru í saman. Thomas greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og lög segja að hann hafi átt að gera. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch greindi einnig ekki frá því þegar hann seldi landareign til forstjóra einnar stærstu lögfræðistofu Bandaríkjanna sem rekur reglulega mál fyrir Hæstarétti. Þeir Alito, Thomas og Gorsuch voru skipaðir af forsetum Repúblikanaflokksins og eru taldir mjög íhaldssamir. Singer hefur verið viðloðinn Repúblikanaflokkinn um langt skeið en fjármagnaði til að mynda gerð Steele skýrslunnar svokölluðu á árum áður en það var skýrsla sem fjallaði meðal annars um möguleg tengsl Donald Trump við Rússland. Ferðin skipulögð af áhrifamiklum íhaldsmanni Veiðiferðin 2008 var skipulögð af Leonard Leo, sem hefur lengi verið í forsvari fyrir Federalist Society. Það eru stór og áhrifamikil samtök íhaldssamra lögmanna sem hafa verið mjög viðloðin ferlið að skipa alríkis og hæstaréttardómara undanfarin ár. Sjá einnig: Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Trump sleit til að mynda samstarfi Hvíta hússins við Lögmannasamtök Bandaríkjanna, þau stærstu í Bandaríkjunum, og leitaði þess í stað eingöngu til Federalist Society við leitina að dómurum. Samkvæmt Pro Publica bauð Leo Singer í veiðiferðina og spurði auðjöfurinn hvort Alito mætti ferðast til Alaska í einkaflugvél hans. Singer og íhaldssami auðjöfurinn sem átti veiðiskálann höfðu báðir gefið Leo og samtökum hans mikla fjármuni. Singer er sagður hafa gefið pólitískum sjóðum Repúblikana minnst áttatíu milljónir dala á síðustu tíu árum. Gagnrýndi grein sem hann hafði ekki lesið Pro Publica sendi Alito fyrirspurn vegna rannsóknar miðilsins. Í stað þess að svara henni, fékk dómarinn birta grein á vef Wall Street Journal í gær. Sú grein bar titilinn „Pro Publica afvegaleiðir lesendur sína“ en í henni heldur hæstaréttardómarinn því fram að hann hafi ekkert gert af sér og sakar Pro Publica um ósanngirni í grein sem hann hafði ekki lesið. Justice Alito didn't answer our questions. Instead, he wrote an opinion piece attacking as unfair a story he hadn't read.https://t.co/yt86t05lTo https://t.co/1hldh3krKx— ProPublica (@propublica) June 21, 2023 Alito segir að Pro Publica haldi því fram að hann hefði átt að segja sig frá málum tengdum Singer og að hann hefði átt að skrá ferðina í hagsmunaskrá sína. Alito segir að hann hafi alls ekki þurft að segja sig frá neinum málum tengdum Singer. Hann hafi einungis nokkrum sinnum talað við hann og aldrei um mál sem farið hafi fyrir Hæstarétt. Þá segir Alito að ef hann hefði ekki farið með einkaflugvél Singer til Alaska hefði sætið verið tómt. Því hefði farið ekki kostað Singer neitt og að löggæsluembætti sem vernda dómara hefði komist hjá miklum kostnaði með því að hann þáði það. Hæstaréttardómarinn segist meta það svo að þetta hafi engin áhrif haft á getu hans til að fjalla um mál sem tengjast Singar á eðlilegan hátt. Alito segir einnig að hann og aðrir hæstaréttardómarar að ókeypis gisting og ókeypis ferðalög væri ekki eitthvað sem þyrfti að gera grein fyrir. Það eigi við ferð hans til Alaska og gistinguna þar.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent