Seilast langt eftir miða og KSÍ biður fólk að hætta að hringja Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 12:30 Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum til að sjá íslenska landsliðið spila í kvöld, og líklega skemmir ekki fyrir að í liði andstæðinganna er hver stórstjarnan á fætur annarri. vísir/Diego „Það er mjög mikið verið að hringja inn og spyrja um miða,“ segir Ómar Smárason, yfirmaður samskiptadeildar Knattspyrnusambands Íslands, en margir reyna nú að verða sér úti um miða á leik Íslands gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld. Uppselt varð á leikinn um leið og miðasala hófst og ljóst að hægt hefði verið að selja mun fleiri miða en þá 9.800 sem í boði eru á Laugardalsvelli. Leikurinn fer í sögubækurnar því Cristiano Ronaldo verður fyrsti knattspyrnukarl sögunnar til að spila 200 A-landsleiki, og verða meðal annars 700 Portúgalar á vellinum að fylgjast með því. Á æfingu portúgalska liðsins í gær var hópur fólks á öllum aldri sem fylgdist með og freistaði þess að fá eiginhandaráritun, en aðgengi að vellinum var lokað og engum hleypt að portúgölsku stjörnunum sem ferjaðar voru inn á leikvanginn í rútu í fylgd lögreglu. Varar fólk við að kaupa miða af öðrum Mikið er um það á samfélagsmiðlum að fólk auglýsi eftir miðum á leikinn en Ómar segir fólk einfaldlega verða að sætta sig við að uppselt sé á leikinn, og varar við því að kaupa miða af öðrum en Tix.is. „Áhuginn er auðvitað bara gríðarlegur, eins og við höfum öll orðið vör við. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem upplifum svona mikla eftirspurn, því svona er þetta þegar það selst strax upp gegn þessum stóru þjóðum, og hingað er mikið hringt þó að það sé löngu búið að tilkynna að það sé uppselt. Þannig að ég vil endilega biðja fólk að hætta að tékka – það eru ekki til fleiri miðar,“ segir Ómar. Vegna mikils fjölda fyrirspurna vill KSÍ árétta að það er UPPSELT á leik A landsliðs karla við Portúgal í kvöld.#AfturáEM pic.twitter.com/mYzRatZm90— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 20, 2023 Ómar segir KSÍ þó ekki hafa borist nein óvenjuleg tilboð í miða: „En við höfum heyrt að menn séu tilbúnir að seilast ansi langt til að fá miða og viljum árétta við fólk að fara varlega. Eini aðilinn sem getur selt miða á landsleikinn er Tix, og ef fólk leitar eitthvað annað getur það komið sér í klandur,“ segir Ómar en þekkt er til að mynda að svikahrappar selji sama miða oftar en einu sinni, og að fólk endi með ógildan miða. Veglegt stuðningsmannasvæði er fyrir utan Laugardalsvöll, með til að mynda veitingasölu, hoppkastölum og knattþrautum, og opnar það klukkan 15. Eftir vel heppnað Fan-Zone þann 17. júní kynnum við til leiks enn flottara svæði fyrir leikinn gegn Portúgal. Hvetjum alla til þess að mæta snemma og gera sér glaðan dag! Ísland - Portúgal 20. júní kl. 18:45 Áfram Ísland!#afturáEM pic.twitter.com/23VLa8lodW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 19, 2023 Ómar hvetur fólk eindregið til að mæta snemma, en á leiknum á laugardag vakti athygli hve langar raðir voru enn þegar leikurinn var að hefjast: „Það eru eflaust ýmsar skýringar á því. Við höfum reynt að grípa til einhverra ráðstafana hjá okkur, ætlum að breyta aðeins skipulagi varðandi skönnun á miðum og leit í töskum, til að liðka fyrir. En við áréttum við fólk að mæta tímanlega, ekki bara tíu mínútum fyrir leik. Hliðin opna klukkutíma fyrir leik, og því fyrr sem fólk mætir því betra.“ Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og verður ítarlega fjallað um hann á Vísi í dag og í kvöld. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“ „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum. 20. júní 2023 11:30 Einkaklefinn, leiðindin við Aron og tímamótin á Íslandi Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik. 20. júní 2023 08:00 Myndir: Létt yfir Ronaldo og félögum á æfingu í Laugardalnum Portúgalska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í dag í undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. Mikill fjölda áhorfenda var mættur á völlinn til að berja stjörnur Portúgals augum. 19. júní 2023 22:15 Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 16:03 Svona var fundur Portúgals í Laugardal fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgals, sat fyrir svörum ásamt Cristiano Ronaldo blaðamannafundi á Laugardalsvelli, degi fyrir leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM karla í fótbolta. Fundurinn var sýndur á Vísi. 19. júní 2023 16:30 Svona var fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Uppselt varð á leikinn um leið og miðasala hófst og ljóst að hægt hefði verið að selja mun fleiri miða en þá 9.800 sem í boði eru á Laugardalsvelli. Leikurinn fer í sögubækurnar því Cristiano Ronaldo verður fyrsti knattspyrnukarl sögunnar til að spila 200 A-landsleiki, og verða meðal annars 700 Portúgalar á vellinum að fylgjast með því. Á æfingu portúgalska liðsins í gær var hópur fólks á öllum aldri sem fylgdist með og freistaði þess að fá eiginhandaráritun, en aðgengi að vellinum var lokað og engum hleypt að portúgölsku stjörnunum sem ferjaðar voru inn á leikvanginn í rútu í fylgd lögreglu. Varar fólk við að kaupa miða af öðrum Mikið er um það á samfélagsmiðlum að fólk auglýsi eftir miðum á leikinn en Ómar segir fólk einfaldlega verða að sætta sig við að uppselt sé á leikinn, og varar við því að kaupa miða af öðrum en Tix.is. „Áhuginn er auðvitað bara gríðarlegur, eins og við höfum öll orðið vör við. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem upplifum svona mikla eftirspurn, því svona er þetta þegar það selst strax upp gegn þessum stóru þjóðum, og hingað er mikið hringt þó að það sé löngu búið að tilkynna að það sé uppselt. Þannig að ég vil endilega biðja fólk að hætta að tékka – það eru ekki til fleiri miðar,“ segir Ómar. Vegna mikils fjölda fyrirspurna vill KSÍ árétta að það er UPPSELT á leik A landsliðs karla við Portúgal í kvöld.#AfturáEM pic.twitter.com/mYzRatZm90— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 20, 2023 Ómar segir KSÍ þó ekki hafa borist nein óvenjuleg tilboð í miða: „En við höfum heyrt að menn séu tilbúnir að seilast ansi langt til að fá miða og viljum árétta við fólk að fara varlega. Eini aðilinn sem getur selt miða á landsleikinn er Tix, og ef fólk leitar eitthvað annað getur það komið sér í klandur,“ segir Ómar en þekkt er til að mynda að svikahrappar selji sama miða oftar en einu sinni, og að fólk endi með ógildan miða. Veglegt stuðningsmannasvæði er fyrir utan Laugardalsvöll, með til að mynda veitingasölu, hoppkastölum og knattþrautum, og opnar það klukkan 15. Eftir vel heppnað Fan-Zone þann 17. júní kynnum við til leiks enn flottara svæði fyrir leikinn gegn Portúgal. Hvetjum alla til þess að mæta snemma og gera sér glaðan dag! Ísland - Portúgal 20. júní kl. 18:45 Áfram Ísland!#afturáEM pic.twitter.com/23VLa8lodW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 19, 2023 Ómar hvetur fólk eindregið til að mæta snemma, en á leiknum á laugardag vakti athygli hve langar raðir voru enn þegar leikurinn var að hefjast: „Það eru eflaust ýmsar skýringar á því. Við höfum reynt að grípa til einhverra ráðstafana hjá okkur, ætlum að breyta aðeins skipulagi varðandi skönnun á miðum og leit í töskum, til að liðka fyrir. En við áréttum við fólk að mæta tímanlega, ekki bara tíu mínútum fyrir leik. Hliðin opna klukkutíma fyrir leik, og því fyrr sem fólk mætir því betra.“ Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og verður ítarlega fjallað um hann á Vísi í dag og í kvöld.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“ „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum. 20. júní 2023 11:30 Einkaklefinn, leiðindin við Aron og tímamótin á Íslandi Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik. 20. júní 2023 08:00 Myndir: Létt yfir Ronaldo og félögum á æfingu í Laugardalnum Portúgalska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í dag í undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. Mikill fjölda áhorfenda var mættur á völlinn til að berja stjörnur Portúgals augum. 19. júní 2023 22:15 Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 16:03 Svona var fundur Portúgals í Laugardal fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgals, sat fyrir svörum ásamt Cristiano Ronaldo blaðamannafundi á Laugardalsvelli, degi fyrir leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM karla í fótbolta. Fundurinn var sýndur á Vísi. 19. júní 2023 16:30 Svona var fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“ „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum. 20. júní 2023 11:30
Einkaklefinn, leiðindin við Aron og tímamótin á Íslandi Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik. 20. júní 2023 08:00
Myndir: Létt yfir Ronaldo og félögum á æfingu í Laugardalnum Portúgalska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í dag í undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. Mikill fjölda áhorfenda var mættur á völlinn til að berja stjörnur Portúgals augum. 19. júní 2023 22:15
Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 16:03
Svona var fundur Portúgals í Laugardal fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Portúgals, sat fyrir svörum ásamt Cristiano Ronaldo blaðamannafundi á Laugardalsvelli, degi fyrir leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM karla í fótbolta. Fundurinn var sýndur á Vísi. 19. júní 2023 16:30
Svona var fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00