Reykvíkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliðaárnar í morgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 09:10 Mikael Marínó var kátur í morgun við opnun Elliðaánna. Vísir/Sigurjón Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Mikael fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Þar kemur fram að hann hafi meðal annars boðið upp á valáfanga í fluguveiði í Rimaskóla og kynnt fluguveiði fyrir unglingum af eigin frumkvæði þar sem hann blandar saman kennslu í náttúru- og líffræði við kynningu á fluguveiði sem íþrótt og góðu útivistartækifæri. Nemendur fá fræðslu um stangveiði, fara í flugukastkennslu, fá kennslu á veiðibúnað, læra um og prófa fluguhnýtingar, fá fræðslu um lífríki í ám og vötnum og fara í veiðiferðir. Markmiðið með veiðiáfanganum er að blanda saman áhuga á stangveiði og kennslu í náttúru- og líffræði, íþróttum og listum. Mikael hefur gert þetta af eigin frumkvæði og er það liður í að kynna fyrir ungu fólki í hverju fluguveiði felst og kenna þeim að njóta í leiðinni náttúrunnar við Elliðaárnar. Þessa viku er Mikael einmitt með hóp af unglingum úr Rimaskóla í veiðiferð í Elliðaánum og voru þau mætt í morgun til að fagna með kennara sínum. Auk stangveiði hefur hann boðið upp á óvenjulegar valgreinar en þeirra á meðal eru: Ökuskóli Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens og hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni. Þá hefur Mikael einnig boðið upp á valáfanga um Evrópuknattspyrnuna þar sem farið er yfir leiki vikunnar í stærstu deildum Evrópu, farið í gamla tölvuleiki og borðspil. Mikael var á heimavelli í Elliðaánum. Vísir/Sigurjón Hikar ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið Skólastjóri Rimaskóla Þóranna Rósa Ólafsdóttir segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að Mikael efli góðan starfsanda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið. “Hann hefur unnið þrekvirki við að efla áhugasvið nemenda sem eru komnir með skólaleiða. Mikael nálgast nemendur á fjölbreyttan hátt.” Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, en þetta er virkilega ánægjulegt. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir kennsluna, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nemendum Rimaskóla“. Reykvíkingur ársins opnaði svo Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 83 ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi við Mikael um kennarastarfið og valgreinarnar sem hann hefur boðið upp á. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána en að því loknu héldu Mikael og ungmennin í veiði í Elliðaánum. Reykjavík Stangveiði Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Mikael fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Þar kemur fram að hann hafi meðal annars boðið upp á valáfanga í fluguveiði í Rimaskóla og kynnt fluguveiði fyrir unglingum af eigin frumkvæði þar sem hann blandar saman kennslu í náttúru- og líffræði við kynningu á fluguveiði sem íþrótt og góðu útivistartækifæri. Nemendur fá fræðslu um stangveiði, fara í flugukastkennslu, fá kennslu á veiðibúnað, læra um og prófa fluguhnýtingar, fá fræðslu um lífríki í ám og vötnum og fara í veiðiferðir. Markmiðið með veiðiáfanganum er að blanda saman áhuga á stangveiði og kennslu í náttúru- og líffræði, íþróttum og listum. Mikael hefur gert þetta af eigin frumkvæði og er það liður í að kynna fyrir ungu fólki í hverju fluguveiði felst og kenna þeim að njóta í leiðinni náttúrunnar við Elliðaárnar. Þessa viku er Mikael einmitt með hóp af unglingum úr Rimaskóla í veiðiferð í Elliðaánum og voru þau mætt í morgun til að fagna með kennara sínum. Auk stangveiði hefur hann boðið upp á óvenjulegar valgreinar en þeirra á meðal eru: Ökuskóli Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens og hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni. Þá hefur Mikael einnig boðið upp á valáfanga um Evrópuknattspyrnuna þar sem farið er yfir leiki vikunnar í stærstu deildum Evrópu, farið í gamla tölvuleiki og borðspil. Mikael var á heimavelli í Elliðaánum. Vísir/Sigurjón Hikar ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið Skólastjóri Rimaskóla Þóranna Rósa Ólafsdóttir segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að Mikael efli góðan starfsanda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið. “Hann hefur unnið þrekvirki við að efla áhugasvið nemenda sem eru komnir með skólaleiða. Mikael nálgast nemendur á fjölbreyttan hátt.” Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, en þetta er virkilega ánægjulegt. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir kennsluna, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nemendum Rimaskóla“. Reykvíkingur ársins opnaði svo Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 83 ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi við Mikael um kennarastarfið og valgreinarnar sem hann hefur boðið upp á. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána en að því loknu héldu Mikael og ungmennin í veiði í Elliðaánum.
Reykjavík Stangveiði Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira