Lífið

Fékk síma í and­litið á miðjum tón­leikum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Snapinsta.app_354837261_1189317671744182_4741278411466943608_n_1080 (1)

Tónlistarkonan Bebe Rexha þurfti að yfirgefa tónleika sína í New York í gærkvöldi eftir að hafa fengið síma í andlitið. Að sögn Rexha er í lagi með hana en búið er að handtaka mann sem grunaður er um að hafa kastað símanum í hana.

Myndband náðist af því þegar símanum var kastað í andlit Rexha sem hneig niður í kjölfarið. Sjá má í myndbandinu hvernig starfsfólk á tónleikunum kemur tónlistarkonunni til hjálpar. Hún fór eftir þetta á sjúkrahús þar sem hún fékk aðhlynningu.

Ljóst er þó að í lagi er með Rexha eftir þetta. „Ég er góð,“ segir hún við myndir sem hún birti á samfélagsmiðlinum Instagram í dag. Á myndunum sýnir hún áverkana sem hún hlaut við það að fá símann í andlitið en hún er með glóðurauga á vinstra auga.

Samkvæmt Variety hefur lögreglan í New York handtekið 27 ára gamlan mann að nafni Nicolas Malvagna vegna gruns um að hafa kastað símanum í Rexha. Hann hefur verið ákærður fyrir líkamsárás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×