Sextán þúsund Evrópumenn létust vegna hlýnunar jarðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júní 2023 16:00 Mikil hitabylgja gekk yfir Evrópu á síðasta ári. EPA Hlýnun jarðar olli 16 þúsund ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2022 samkvæmt nýrri skýrslu. Eignatjón var 1,8 milljarður evra, eða 270 milljarðar íslenskra króna. Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum. Loftslagsmál Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum.
Loftslagsmál Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira