Ferðaþjónustan: Sjálfbærni og þolmörk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. júní 2023 11:00 Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun