Það er ekkert gefið í þessum heimi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. júní 2023 08:30 Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi, og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn. Höldum baráttunni áfram Margt hefur breyst og áunnist á þeim 108 árum sem liðin eru. Við getum jafnvel sagt að lagalegt jafnrétti karla og kvenna, sem Bríet barðist fyrir, sé að mörgu leyti komið. En þó er ljóst að staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við eigum einnig enn eftir að fá allt samfélagið með okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Lagaleg réttindi fara ekki alltaf saman við samfélagsstöðu þeirra hópa sem um ræðir. Þau eru mikilvægt skref, en alls ekki eina skrefið. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við vestanhafs og austan, þegar horft er til réttinda kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það má með sanni segja að starfi Bríetar verði í raun aldrei lokið og það sé hlutskipti nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins, þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Að berjast fyrir réttindum kvenna þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá Bríet og hennar sögu og nýtum okkur hana sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara borgarsamfélag fyrir okkur öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi, og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn. Höldum baráttunni áfram Margt hefur breyst og áunnist á þeim 108 árum sem liðin eru. Við getum jafnvel sagt að lagalegt jafnrétti karla og kvenna, sem Bríet barðist fyrir, sé að mörgu leyti komið. En þó er ljóst að staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við eigum einnig enn eftir að fá allt samfélagið með okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Lagaleg réttindi fara ekki alltaf saman við samfélagsstöðu þeirra hópa sem um ræðir. Þau eru mikilvægt skref, en alls ekki eina skrefið. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við vestanhafs og austan, þegar horft er til réttinda kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það má með sanni segja að starfi Bríetar verði í raun aldrei lokið og það sé hlutskipti nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins, þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Að berjast fyrir réttindum kvenna þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá Bríet og hennar sögu og nýtum okkur hana sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara borgarsamfélag fyrir okkur öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar