Vinsælasta tónlistarkona heims hætt að halda tónleika? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2023 16:00 Miley Cyrus í góðum félagsskap Lil Nas X og Elton John. Sá síðarnefndi er um þessar mundir að halda kveðjutónleika fyrir aðdáendur sína víða um heim og heldur t.a.m. ferna tónleika í París undir lok mánaðarins. Miley Cyrus kann að hafa haldið sína kveðjutónleika nú þegar. Emma McIntyre/Getty Images Vinsælasta tónlistarkona heims ætlar ekki að halda neina tónleika á næstu misserum og kannski aldrei framar. Æ fleiri tónlistarmenn aflýsa nú tónleikum sínum vegna þess hversu mikið álag það er á andlega heilsu þeirra. Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir. Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira
Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir.
Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira